Ö R Y G G I Suzuki öryggisaðstoðin stuðlar að auknu öryggi í akstri Tveggja skynjara hemlastoð II (DSBS II) Kerfið styðst við millimetrabylgju skynjara og myndavél til að greina ökutæki, mótorhjól, reiðhjól* og gangandi vegfarendur fyrir framan e VITARA. Ef hætta er á árekstri gefur kerfið frá sér viðvörun með hljóði og mynd. Bregðist ökumaður við með ófullnægjandi hemlunarkrafti virkjast hemlastoðin sjálfkrafa og hjálpar til við að hægja á ökutækinu. Aukist líkur enn frekar á árekstri er hemlunarátaki sjálfkrafa beitt til að draga úr krafti árekstursins og lágmarka tjón. *Einungis í dagsbirtu Fjölárekstrahemlun Þegar hemlakerfið fær merki frá öryggispúðanum um að árekstur hafi átt sér stað, virkjar það sjálfkrafa hemlana og hemlaljósin til að vara ökumenn annarra ökutæki við og draga þar með úr líkum á öðrum árekstri. Akreinavari (LKA) Þegar hraðastillirinn er virkjaður hjálpar akreinavarinn ökumanni að halda e VITARA á miðri akrein. Þegar kerfið skynjar að bíllinn nálgast um of annað ökutæki eða hindrun til hliðar grípur það inn í stýringuna til að viðhalda öruggri fjarlægð. Akreinastýring (LDP) LDP greinir akreinalínur og spáir fyrir um akstursleið á meðan akstri stendur. Þegar bíllinn fer að sveigja af leið varar kerfið ökumann við með titringi í stýri eða hljóðviðvörun og grípur jafnframt inn í stýringuna til að beina e VITARA aftur inn á miðja akrein. Árekstur að aftan Árekstur að framan Árekstur á ská á gatnamótum Hliðarárekstur á gatnamótum Gangandi vegfarandi að næturlagi Ekið í sömu átt Gengið þvert á stefnu Gengið skáhallt á stefnu Með fjölárekstrahemlun Án fjölárekstrahemlunar Titringur í stýri Hljóðviðvörun Stýrisstoð Hraðastillir með aðlögun (ACC) ACC dregur úr þreytu ökumanns á langferðum og í akstri í umferð. Bún- aðurinn styðst við millimetrabylgju- skynjara og myndavél til að mæla fjar- lægðina að ökutækinu á undan og stýrir hröðun eða hraðaminnkun til að viðhalda fjarlægð sem ákveðin hefur verið. (Hægt er að velja milli fjögurra stillinga á fjarlægð.) Ef leiðin framundan er greið viðheldur kerfið þeim hraða sem bíllinn var á þegar það var virkjað. Þegar ACC er stilltur á 100 km/klst e VITARA 100 km/klst (valinn hraði) Akstur á stöðugum hraða Völdum hraða viðhaldið ef engin ökutæki eru á undan. Ökutæki á undan víkur e VITARA 80 km/klst Hröðun e VITARA 100 km/klst (valinn hraði) Hröðun Ef ökutækið fyrir framan víkur út af akreininni og nægilegt bil opnast fyrir framan, eykur e VITARA sjálfkrafa hraðann aftur upp í valinn hraða. Ökutæki á undan 80 km/klst Ökutæki á undan 0 km/klst e VITARA 80 km/klst Stöðvun e VITARA 0 km/klst Stöðvunar- og upptaksstýring e VITARA hægir á sér og stöðvast ef ökutækið á undan er stöðvað. Bremsuhald Þegar stigið er á inngjöfina eða þrýst á rofann á stýrinu fylgir bíllinn aftur ökutækinu fyrir framan. Ökutæki fyrir framan 80 km/klst e VITARA 80 km/klst Hröðun e VITARA 100 km/klst Framúrakstur Ökutæki fyrir framan 80 km/klst e VITARA 100 km/klst Hraðaminnkun e VITARA 80 km/klst Eftirfylgni Stuðningur við akreinaskipti Sjálfvirk aðstoð við hröðun og hraðaminnkun í átakalausum framúrakstri og öruggri innkeyrslu á þjóðvegi þegar stefnuljósin eru notuð. Stýrisstoð
RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==