Suzuki eVitara

1 2 2 3 4 5 24 Hraðaminnkun og eftirfylgni Völdum hraða er viðhaldið eða dregið úr honum til að aðlaga hann hraða ökutækisins á undan. Ökutæki á undan 80 km/klst e VITARA 100 km/klst e VITARA 80 km/klst Hraðaminnkun Viðeigandi hraða er viðhaldið í beygjum Kerfið greinir beygju og hægir á ökutækinu Hraðalækkun í beygjum Dregið er úr hraða þegar ökutækið nálgast beygju og viðeigandi hraða viðhaldið þar til komið er út úr beygjunni. Umferðarmerkjalesari (TSR) TSR greinir umferðarmerki, þar á meðal skilti um hámarkshraða, og birtir þau á mælaskjánum ökumanni til viðvörunar. Litur tákna breytist ef farið er yfir þann hámarkshraða sem umferðarmerkin sýna og kerfið gefur frá sér hljóðviðvörun ef ökumaður hægir ekki á bílnum. Háljósakerfi með aðlögunarhæfni (AHS) AHS styðst við millimetrabylgjuskynjara og myndavél til að greina birtustig í umhverfi bílsins og ljós annarra ökutækja. Búnaðurinn aðlagar birtustig og lýsingarsvið aðalljósanna að aðstæðum hverju sinni. Hann aðlagar einnig birtustig og lýsingarhorn að hraða ökutækis og skiptir yfir í lággeisla á vel upplýstum svæðum. Hágeislavari Þegar ekið er með háu ljósin kveikt skiptir búnaðurinn sjálfkrafa yfir á lággeisla þegar öðrum bílum er mætt, þegar ekið er á eftir öðru ökutæki eða þegar ekið er á vel upplýstu svæði. Aðalljósin skipta sjálfkrafa yfir á hágeisla þegar vegurinn framundan er greiður og svæðið í kring er illa lýst. (Aðeins virkt við hraða yfir 30 km/klst þegar ljósrofinn er stilltur á Auto). Blindblettsvari (BSM) BSM styðst við millimetrabylgjuskynjara í afturstuðara til að greina ökutæki í blinda blettinum eða nálgast blinda blettinn báðum megin við bílinn. Þegar búnaðurinn hefur greint ökutæki birtist viðvörunartákn í hliðarspegli þeim megin sem ökutækið nálgast. Virkji ökumaður stefnuljós á þeirri hlið blikkar táknið og hljóðviðvörun heyrist. Þverumferðarvari að aftan (RCTA) RCTA er viðbótaröryggisbúnaður sem nýtir blindblettsvarann til að greina og vara við ökutækjum sem nálgast frá vinstri eða hægri þegar bakkað er út úr bílastæði eða heimreið. Gangandi vegfarandi Ökutæki á undan Ökutæki nálgast e VITARA Lággeisli Auto Hágeisli Greiningarsvæði ökutækis sem nálgast Greiningarsvæði ökutækis sem nálgast Tákn Tákn lýsir upp eða blikkar Sjö öryggispúðar e VITARA er búin yfirgripsmiklu öryggispúðakerfi sem er hannað til að hámarka öryggi farþega. Um er að ræða sjö púða öryggiskerfi með fram- og hliðarpúðum, loftpúðagardínum ásamt hné- púða fyrir ökumann. Kerfið myndar verndandi öryggishjúp sem veitir þér og farþegum þínum meiri öryggistilfinningu meðan á akstri stendur. Yfirbygging sem dregur úr meiðslum gangandi vegfarenda Framstuðarinn, vélarhlífin og aðrir íhlutir fram- endans eru hannaðir til að taka á sig högg og draga úr höfuð- og fótleggjameiðslum gang- andi vegfarenda við árekstur. 1 Höggdeyfandi efsti hluti vélarhlífar 2 Höggdeyfandi lamir á vélarhlíf 3 Höggdeyfandi þurrkukerfi 4 Höggdeyfandi vélarhlíf 5 Höggdeyfandi framstuðari Ath.: Öryggisbúnaður kemur ekki í stað aðgætni í akstri. Virkni búnaðarins er háður takmörkunum og við vissar aðstæður virkar hann ekki eins og við mætti búast. Vinsamlegast skoðið lista yfir Helsta búnað til að sjá upplýsingar um framboð á búnaði. Fyrirbyggjandi öryggistækni Tákn Tákn blikkar Greiningarsvæði RCTA Hljóðviðvörun

RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==