Suzuki eVitara

6 RAFKNÚIN AFLRÁS Hreinræktuð jeppageta með áreiðanlegri rafbílatækni Afl, drægi og öryggi - meiri ánægja og meira notagildi e VITARA kemur með nýrri rafknúinni aflrás sem hönnuð er til að veita bestu mögulegu aksturseiginleika og um leið fullkomna hugarró sem fylgir því að vera á ökutæki sem losar engar skaðlegar lofttegundir. Hjólin eru knúin af eAxle, uppröðun einkar skilvirkra rafmótora sem eru fyrirferðarlitlir en öflugir. Fjórhjóladrifsútfærslan er með eAxle einingu að aftan sem knýr afturhjólin. Orkuna fær eAxle frá litíum járn-fosfat rafhlöðupakka. Rafhlaðan er hönnuð til að tryggja stöðug og áreiðanleg afköst og býður upp á háþróaða hitastýringu og ýmsar innbyggðar öryggisráðstafanir gegn ofhitnun og skammhlaupi, svo sem vökvakælingu og eftirlitsbúnaði með spennu rafhlöðunnar. Hönnunin miðar einnig að eins einfaldri, fljótlegri og þægilegri hleðslu og mögulegt er. Hægt er að hlaða e VITARA upp í 80% hleðslu á aðeins 45 mínútum með hraðhleðslubúnaði. * Byggt á prófunum innanhúss við stofuhita í þróunarskyni með það að markmiði að ná eftirfarandi markmiðum: . DC hraðhleðsla: 45 mínútur (frá 10 to 80%) . AC hleðsla - 7kW, 1fasa: [61kWst rafhlaða] 9 klst (frá 10 to 100%) [49kWst rafhlaða] 6,5 klst (frá 10 to 100%) Raunverulegur hleðslutími er breytilegur og fer eftir nokkrum þáttum, þar á meðal umhverfishita og hitastigi, ástandi og aldri rafhlöðunnar. Hleðslutími lengist í köldu veðri eða ef hitastig rafhlöðunnar hefur virkjað eitt af öryggiskerfunum. Akstursstillingar e VITARA er með þremur akstursstillingum sem einfalt er að velja á milli. ECO stuðlar að auknu akstursdrægi með því að stjórna orkunotkun loftkælingarinnar og svörun inngjafarinnar. NORMAL skilar besta mögulega afli fyrir venjulegan akstur. SPORT býður upp á meiri svörun frá inngjöf og skilar þannig kraftmeiri akstursupplifun. Með rofum á stjórnborðinu er hægt að virkja eða afvirkja TRAIL stillingu á 4WD gerðum og þægindastillingu á hemlafótstigi. Einnig er hægt að virkja hraðaminnkandi stillingu í innbyggða skjákerfinu. HEARTECT-e undirvagn HEARTECT-e er nýr undirvagn sem er sérhannaður fyrir rafbílagerðir. Hann líkist mjög núverandi HEARTECT undirvagni en er með rými fyrir uppsetningu á stórri rafhlöðu. Rafhlöðupakkinn og fjöðrunarhlutirnir eru að auki notaðir sem hluti af grindarbyggingunni sem leiðir til léttleika og mikils stífleika. Eins má geta að rafhlöðupakkinn er undir gólfinu sem lækkar þyngdarpunkt bílsins og leiðir til framúrskarandi stöðugleika í akstri. Undirvagninn er sérhannaður til nota í rafbíla og þess vegna nær e VITARA lágmarks beygjuhring upp á 5,2 metra, jafnvel á 18 tommu dekkjum. Fjöðrun og hemlar Að framan er MacPherson fjöðrun sem eykur þægindi, svörun frá stýri og dregur úr hljóðum og titringi. Fjölliðafjöðrun að aftan veitir stöðugleika í akstri og akstursþægindi. Stífir íhlutir tryggja betra veggrip og lengra þjöppunarslag stuðlar að auknum þægindum í aftursætum þegar ekið er í ójöfnum. Á öllum hjólum eru 18 tommu kældir diskahemlar sem tryggja örugga stöðvun. Lág NVH gildi Það er strax eftir því tekið að engin vélarhljóð eru í bílnum en að auki hefur verið gripið til margháttaðra ráðstafana til að lágmarka öll önnur hljóð sem annars gætu borist inn í farþegarýmið. Með þessu verður aksturinn enn þægilegri en ella. Þessar ráðstafanir felast meðal annars í því að fella rafhlöðupakkann undir gólf bílsins sem hluta af grindinni til að draga úr veghljóðum, með hljóðeinangrandi hlífum, einangrandi gleri til að draga úr vindhljóðum og einangrun á eAxle til að lágmarka óþægileg hátíðnihljóð. Myndin er eingöngu til skýringar. Myndin er eingöngu til skýringar. Hleðslutengi

RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==