Suzuki eVitara

MIKIÐ GRIP Fjórhjóladrif með tveimur rafmótorum og akstursstoðkerfum gera krefjandi aðstæður viðráðanlegri e VITARA kemur með ALLGRIP 4WD tækninni sem Suzuki þróaði og hún er aðlöguð til notkunar í rafbíl. ALLGRIP-e er rafeindastýrt fjórhjóladrifskerfi fyrir tvo rafmótora. Kerfið gerir þér kleift að fara frjáls allra þinna ferða á fund við hið óþekkta. Rafmótorarnir tveir skila 1,5 sinnum meira hámarkstogi en í framhjóladrifsgerðinni. ALLGRIP-e eykur því enn frekar þá ánægju sem þú hefur af kraftmiklum akstri. Auk þess er býr ALLGRIP-e kerfið yfir sjálfstæðri stýringu á virkni eAxle rafmótoranna á fram- og afturás sem veitir ökumanni aukið sjálfstraust til þess að takast á við akstur við krefjandi aðstæður eða í slæmu veðri. AUTO og TRAIL stillingarnir í ALLGRIP-e kerfinu stuðla að aukinni akstursgetu og stöðugleika, hvort sem tekist er á við bugðótta og ójafna vegi eða þegar ekið er í úrhelli eða snjókomu. Þannig stuðlar kerfið að meiri akstursánægju og hugarró. Aldrifsstillingar Aldrifsstillingar ALLGRIP-e nýta hraða svörun rafmótoranna til að auðvelda hröðun með því að stjórna nákvæmlega togdreifingu til fram- og afturhjóla. Á hálum vegum er hröðunin hámörkuð með því að auka togið sjálfkrafa til að bæta upp fyrir skrið á hjólum að framan eða aftan. AUTO AUTO stillingin býður upp á framúrskarandi akstursstýringu og stöðugleika á ójöfnum vegum með því að stjórna togkrafti til fram- og afturhjóla með sjálfvirkum hætti og í samræmi við aðstæður á hverjum tíma. TRAIL Í TRAIL stillingu er hemlunarátaki beitt á það hjól sem missir grip og hemlamismunadrif (LSD) dreifir meira togi til þess hjóls sem hefur meira grip heldur en þegar ekið er í AUTO stillingu. Þetta auðveldar ökumanni að halda ferð sinni áfram í hálku og þar sem annars væri hætta á því festa bílinn. Brekkustýring Þegar tekið er af stað upp brekkur gefur brekkustýringin ökumanni tíma til að færa fótinn af bremsunni yfir á inngjöfina. Brekkustýringin kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak í um það bil tvær sekúndur þegar stigið er af hemlinum. Hún er einnig fáanleg með framhjóladrifsgerðum. Niðurakstursstýring Niðurbrekkustýringin beitir hemlum sjálfkrafa til að viðhalda föstum hraða. Hún gerir ökumanni kleift að einbeita sér að stýringu bílsins og að hindrunum sem verða á vegi hans þegar ekið er niður brattar brekkur. Virk beygjustýring Virk beygjustýring grípur inn í atburðarásina áður en hjól skríður í beygju. Hún vinnur gegn undirstýringu þegar bílnum er hraðað í beygju með því að beita hemlum aðeins á innri hjól. Hún er einnig fáanleg með framhjóladrifsgerðum. TRAIL AUTO 8 Undirstýring verður við hröðun í beygjum. Dregið er úr undirstýringu með hemlun eingöngu á innri hjólum. Stöðugur hraði Hröðun Hjól missir veggrip Hjól missir veggrip eAxle að aftan eAxle að aftan eAxle að framan eAxle að framan Hemlun Hemlun eAxle að aftan eAxle að framan

RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==