Suzuki IGNIS
11 Innanrými Ignis einkennist af flæðandi línum og hágæða frágangi ásamt líflegu litavali sem smellpassar inn í lífstíl borgarinnar. Upplýsingaskjár innfelldur í nútímalegt mælaborðið upplýsir ökumann um grundvallarhluti eins og eldsneytis- sparnað, útihitastig, tíma, eldsneytis- notkun og akstursdrægi. Með aðgerðarofum á stýri og við hlið ökumælaklasans má velja hvaða upplýsingar birtast á skjánum. Hljómtækjunum fylgir snertiskjár með svipaðri virkni og í snjallsíma. Tengdu snjallsímann í gegnum Bluetooth®* eða með USB snúru og notaðu öppin þín á skjánum. Skjárinn er einnig með aðgerðum fyrir útvarp, bakkmyndavél og leiðsögukerfi.* Með Apple CarPlay geturðu hringt úr iPhone snjallsímanum þínum, spilað tónlist, sent og tekið á móti skilaboðum og notið leiðsagnar með raddskipunum í gegnum Siri eða með því að snerta skjáinn. Android Auto™ styður notkun Android tækja inni í bílnum með þeim hætti sem er sérsniðinn fyrir akstur. Kerfið er hannað til að valda sem minnstri truflun þannig að ökumaður getur einbeitt sér að akstrinum og um leið notið þjónustu eins og Google Maps og Google Play Music. Android Auto appið er fáanlegt í Google Play Store*. MirrorLink birtir hin ýmsu notendaforrit snjallsímans á snertiskjá bílsins sem opnar aðgengi að aðgerðum snjallsímans. Á stýrinu eru notendavænir aðgerðarofar til að stýra hljómstyrk, stillingum eins og útvarpi og Bluetooth®, og handfrjálsri notkun síma. Það er samspil í svörtum og hvítum andstæðum mælaborðsins og það skilar sér í áhrifaríkri heildarmynd. Málmgrár og blár áherslulitur á miðjustokki og hurðahöldum ljá innanrýminu fágað yfirbragð. Hljómtækja- og tengiskjár fyrir snjallsíma (SLDA) Mælaborð Stjórnrofar fyrir hljómtæki Úrval lita * Bluetooth er skráð vörumerki Bluetooth SIG, Inc. * Ítarlegri upplýsingar um fáanlegan búnað er að finna í lista yfir helsta búnað. Apple CarPlay er í boði í þeim löndum sem eru á lista á eftirfarandi hlekk: http://www.apple.com/ios/feature-availability/#applecarplay- applecarplay *Nánari upplýsingar, þar á meðal um iPhone gerðir sem samhæfðar eru Apple CarPlay, er að finna hér: http://www.apple.com/ios/carplay/ *Apple, Apple CarPlay og iPhone eru vörumerki Apple Inc., skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. *Android Auto er í boði í þeim löndum sem er að finna á eftirfarandi hlekk: https://www.android.com/auto/faq/ *Android Auto styður flesta snjallsíma með Android 5.0+: https://support.google.com/androidauto/answer/6348019?hl=en&ref_topic=6140477 *Google, Android, Google Play og Android Auto eru vörumerki Google LLC. *MirrorLink™ er samhæft þeim snjallsímum sem er að finna á eftirfarandi hlekk: https://mirrorlink.com/phones *MirrorLink™ er skráð vörumerki Car Connectivity Consortium LLC. * Áherslulitir eru mismunandi og ráðast af lit á yfirbyggingu. (Valbúnaður með GLX)
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==