Suzuki IGNIS

Ignis er með snarpri aflrás og brekku- og niður- akstursvara sem gerir aksturinn spennandi á ný. Gírkassinn er hannaður fyrir hámarks skilvirkni aflrásarinnar og býður upp á hnökralausar og þægilegar skiptingar. 5 gíra beinskipting 1,2 lítra bensínvélin samtvinnar tvo eftirsóknarverða kosti; mikla afkasta- getu og mikla sparneytni. Þrátt fyrir lítið slagrými nýtast kostir hærra þjöppunarhlutfalls í meiri varmanýtni sem skilar meira viðbragði í akstri. Aukin kæligeta vélarinnar dregur úr vélarbanki sem oft er fylgifiskur hærra þjöppunarhlutfalls. Bruni vélarinnar hefur verið hámark- aður, dregið úr núningi og vélin gerð léttari og minni sem skilar hámarks sparneytni án þess að afköstum og togi sé fórnað. 1.2 lítra bensínvél Með hraðastillinum viðheldur bíllinn völdum hraða með sjálfvirkum hætti án þess að ökumaður þurfi að stíga á inngjöfina. Búnaðurinn dregur úr þreytu ökumanns þegar ekið er á miklum hraða eða langar leiðir. Búnaðurinn stuðlar einnig að aukinni sparneytni því ekki þarf að hraða bílnum eða hægja á honum að óþörfu. Hraðastillir (Staðalbúnaður með GLX) Fjöðrunin er léttbyggð með stífri uppsetningu. Hún gleypir í sig allar ójöfnur sem skilar þýðum og þægilegum aksturseiginleigum. Fyrir vikið býr bíllinn líka yfir stýringu sem einkennist af léttleika, nákvæmni, stöðugleika og svörun í akstri. Mjúkleg sveigja á grindinni eykur stífleika undirvagnsins. Þetta skilar afburða aksturseiginleikum og um leið aukinni árekstrarvörn með skilvirkri átaksdreifingu. Þótt undirvagninn sé ætlaður fyrir lítinn jeppling er íhlutum komið fyrir í honum á einkar haganlegan hátt. Þetta skilar sér í þægilega rúmgóðu farþegarými og ríkulegu farangursrými.  Fjöðrun Léttbyggður og stífur HEARTECT undirvagn 13

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==