SUZUKI JIMNY
Jimny lagar sig að öllum aðstæðum þegar á þarf að halda. Þegar færið er þungt er gott að geta skipt í lága drifið, 4L, sem hámarkar snúningsvægið og drifgetuna. Á sléttum torfæruslóðum og snjóþöktum vegum er skipt yfir í 4H þar sem kostir fjórhjóladrifsins nýtast í hraðari akstri. Þegar leiðin liggur aftur um bundið slitlag er skipt yfir í 2H (afturhjóladrif) sem býður upp á þýðari, hljóðlátari og sparneytnari akstur. ALLGRIP PRO drifstýringarkerfið fylgir þér í ferðum á ævintýraslóðir með fullkominni stýringu á aksturseiginleikum jafnt á vegum sem vegleysum. Fjórhjóladrif með lágu drifi Á Jimny er hægt að fara alla leið til að kanna nýjar slóðir. Með miklu frágangs-, aðgangs- og miðhorni ásamt mikilli veghæð klífur hann bratta, læðist niður mikinn halla og yfir fyrirstöður án þess að stuðarar eða undirvagn verði fyrir hnjaski. Nægt fyrirstöðurými og veghæð Frágangshorn Miðhorn Aðgangshorn Veghæð 49° 28° 37° 210mm 12
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==