SUZUKI JIMNY
A F K Ö S T Upplifið aflið í Jimny. Sterkbyggð 1,5 l vélin býr yfir aflmiklu togi á breiðu snúningssviði sem skilar sér í mikilli afkastagetu í akstri í vegleysum. Lítil og léttbyggð og um leið einstaklega sparneytin. Ný 1.5 l vél Þegar ekið er af stað í bröttum brekkum stefnir bíllinn upp á við og áfram. Búnaðurinn kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak, jafnvel í bugðóttum brekkum með mismunandi hæð vinstra og hægra megin við bílinn. Ökumaður getur því einbeitt sér alfarið að inngjöfinni. Brekkustýring Þegar þrýst er á rofa, sér kerfið á sjálfvirkan hátt um að beita hemlum og viðhalda föstum hraða í akstri niður varasamar brekkur. Ökumaður getur því einbeitt sér að því að stýra bílnum og þarf hvorki að stíga á hemla né kúplingu. Niðurakstursstýring Af öryggi á hálu vegyfirborði. Þegar tvö hjól skáhallt á móti hvort öðru missa grip þegar ekið er um hált vegyfirborð grípur kerfið með sjálfvirkum hætti inn í atburðarásina. Það hemlar niður hjólin sem spóla og beinir átakinu til hinna tveggja hjólanna sem gerir Jimny kleift að halda för sinni áfram. LSD veggripsstýring 5MT 4AT Án LSD hemlabúnaðar Með LSD hemlabúnaði Nær gripi Ekkert grip Hemlum beitt Hjól spólar Nær gripi Ekkert grip Hemlum beitt Hjól spólar Afköst í takt við metnað Það eru engar fyrirstöður á ferð í Jimny. Hann nær á áfangastað með óviðjafnanlegri lipurð, nákvæmni í meðhöndlun og afkastagetu þegar á þarf að halda. 14
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==