SUZUKI JIMNY
Það er allt til reiðu til ævintýraferðarinnar. Skáhalli er á stuðaraendum sem eykur veghæð að framan þegar klifið er yfir fyrirstöður. Formmótaðir, svartir stuðararnir verja yfirbygginguna fyrir grjótkasti og rispum. Sérhannaðir stuðarar Vertu með umhverfið á hreinu. Vélarhlífin er flöt og köntuð og gaumgæfilega hönnuð með það að leiðarljósi að ökumaður hafi ytri horn hennar alltaf í sjónmáli og geri sér þannig betur grein fyrir afstöðu bílsins til umhverfisins þegar ekið er um torfarna slóða. Útlínur vélarhlífarinnar Vertu á Jimny í ævintýraferðum í hvaða veðri sem er. Vatnshlífin kemur í veg fyrir að vatn leki niður af þaki bílsins og bleyti höfuð þitt þegar sest er inn í bílinn eða farið út úr honum. Þægileg vatnshlíf YF I RBYGG I NG I N Tilbúinn að takast á við óbyggðirnar Jimny er smíðaður með það fyrir augum að þola veður, vind og ójöfnur. Hann kemst um svæði sem aðrir hætta sér ekki. Taktu áskorunum náttúrunnar. Nærðu í þér ævintýraþrána og kannaðu umheiminn. Jimny státar af stoltum uppruna sem birtist í einkennandi, kringlóttum framljósum. Þvottasprautur eru staðalbúnaður með LED ljósunum sem stuðla að öruggum akstri í mold, eðju eða snjó. LED framljós með þvottasprautum (GLX) 6
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==