Suzuki Swift
Vél Skiptingin 5bs CVT Mátturinn í gleðinni 15 Swift er glæsilega útlítandi bíll með snerpu og afkastagetu sem gerir aksturinn að skemmtilegu og spennandi ævintýri. Hann býður upp á akstursupplifun sem kallar á endurtekningu sem allra fyrst, hvort sem er í daglegri notkun í borginni, innkaupaleiðöngrum, sunnudagsbíltúrum eða sumarbústaðaferðum. Í nýju 1,2 lítra bensínvélinni í Swift fer saman einstök sparneytni og mikið tog á breiðu snúningssviði sem tryggir traustvekjandi hröðun. Hún er enn fremur búin háþróuðum tæknilausnum sem stuðla að minni losun. 5 gíra beinskiptingin í Swift stuðlar að sparneytni og skilvirkri nýtingu á tiltæku vélarafli með gírhlutföllum sem eru sérstaklega löguð að því samræma afkastagetu vélar og drifrásar. Skiptingin er létt og viðbragðsþýð og leikur í höndum ökumanns. Swift er auk þess í boði með CVT-skiptingu fyrir þá ökumenn sem kjósa þægindi sjálfskiptingar fram yfir beinskiptingu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==