Suzuki Swift

7 6 5 4 3 2 1 Árekstur að aftan Árekstur að framan Á gatnamótum Skáárekstur Hliðarárekstur Vegfarandi að næturlagi Hjólreiðamaður að næturlagi Á ferð í sömu átt Á leið yfir götu Nálgast ökutæki skáhallt 90km/klst valinn hraði Stýrisstoð Hljóðmerki Stýrisstoð Sjálfvirkt Lággeisli Hágeisli 90km/klst 80km/klst 80km/klst 80km/klst 80km/klst 80km/klst 90km/klst valinn hraði Tveggja skynjara hemlastoð II (DSBS II) Hraðastillir með aðlögun (ACC) Akreinavari (LKA) Akreinastýring (LDP) Hágeislavari 1. Hraðastillir Ef vegurinn fram undan er auður heldur ökutækið þeim hraða sem ökumaður hefur valið. 2. Hraðaminnkunarstýring Hraði er lækkaður til samræmis við hraða ökutækis á undan. 3. Hraðastýring í eftirfylgni Hraða er viðhaldið í samræmi við hraða á ökutæki á undan 4. Stýring á hröðun 18 Bylgjuratsjá og einlinsumyndavél eru notuð til að greina ökutæki, reiðhjól og gangandi vegfarendur beint eða á ská á undan ökutækinu. Ökumaður er varaður við með hljóði og mynd ef líkur eru á árekstri. Hemlastoðin grípur sjálfvirkt inn í atburðarásina og hægir á ökutækinu ef ökumaður beitir hemlum ekki af fullnægjandi afli. Aukist líkur enn frekar á árekstri beitir kerfið sjálfkrafa auknum hemlakrafti til að draga úr höggi og úr skemmdum í árekstri. ACC getur dregið úr þreytu ökumanns þegar eknar eru langar leiðir. Búnaðurinn er tengdur við umferðar- merkjavarann og aðstoðar ökumann þannig við að halda sig innan leyfilegs hámarkshraða. Þegar ACC kerfið er virkjað með rofa á stýrinu úti í umferðinni tekur millimetrabylgjuratsjá og myndavél til við að mæla út fjarlægðina að næsta ökutæki. Kerfið sér svo um að hraða eða hægja á bílnum til þess að viðhalda þeirri fjarlægð að næsta bíl sem valin hefur verið. Ef vegurinn framundan er auður mun ökutækið halda þeim hraða sem það var á þegar kerfið var virkjað. (Á gerðum með CVT-skiptingu aftengist ACC-kerfið þegar ökutækið stöðvast. Á beinskiptum gerðum aftengist ACC-kerfið á 30 km hraða á klst eða minna.) Swift hraðar sér í stilltan hraða ef ökutækið fyrir framan víkur af akreininni og næg fjarlægð er frá öðru ökutæki á undan. Akreinavarinn hjálpar ökumanni að halda bílnum á miðju akreinar þegar hraðastillir með aðlögun er virkur. Að auki veitir kerfið stýrisstoð og tryggir örugga fjarlægð ef það skynjar hættu frá aðliggjandi ökutæki eða mannvirki eins og vegavinnuhindrun eða öðrum hindrunum nærri ökutækinu. Kerfið skynjar afmörkunarlínur vinstra og hægra megin akreinar meðan á akstri stendur og spáir fyrir um leið ökutækisins. Ef ökutækið stefnir út af akreininni vegna einbeitingarskorts ökumanns varar kerfið ökumann með hljóðmerki eða titringi í stýri. Ef kerfið metur að enn séu miklar líkur á því að ökutækið stefni út af akreininni grípur það inn í stýringuna og aðstoðar ökumann að beina ökutækinu inn að miðju akreinarinnar. Þegar kveikt er á háu ljósunum og ökutæki koma úr gagnstæðri átt eða eru fram undan, eða þegar ekið er um upplýst svæði, skipta aðal- ljósin sjálfkrafa út háu ljósunum fyrir lágu ljósin. Aðalljósin skipta sjálfkrafa yfir á háu ljósin þegar engin ökutæki koma úr gagnstæðri átt eða eru fyrir framan ökutækið og á illa upplýstum svæðum. (Búnaðurinn er virkur á yfir 40 km hraða á klst.)

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==