Suzuki Swift

Stjórnrými lagað að ökumanninum Ökumælaklasinn Framsætin GLX GL+ 07 Stjórnrýmið í Swift býður upp á aksturs- upplifun sem er engu öðru lík. Það umlykur ökumanninn, öll tæki og stjórnrofar eru innan þægilegrar seilingar. Mælaborð og framhurðir eru í tveimur litum sem gefur stjórnrýminu sportlegt yfirbragð sem stuðlar að enn meiri akstursgleði. Sportlegur og glæsilega hannaður ökumælaklasinn skartar meðal annars LCD skjá sem birtir upplýsingar af ýmsu tagi, þar á meðal meðal- og rauntímaeyðslu, akstursdrægi, hraðatakmarkanir og aðvaranir frá háþróuðu öryggis- og akstursstoðkerfi bílsins. Hönnun framsætanna endurspeglar einstakan karakter Swift. Stuðningur við axlir og í hliðum framsætanna auka þægindi ökumanns og farþega og gefur sætunum líka kraftalegt form sem fer vel við áklæðið sem er með geometrísku mynstri.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==