Suzuki Swift

Loftkæling Rafúttak og USB tenglar Upplýsingaskjár fyrir ökutækjatengingu 9 tommu hljómtækjaskjár Hljóð- og myndefni Tenging snjallsíma með USB og WiFi® AM/FM/DAB útvarp Apple CarPlay USB inntak (fyrir AV spilun og hleðslu tækja device charging) Bluetooth® (handfrjáls sími og spilun á hljóðefni) Android Auto™ Baksýnismyndavél 08 Hljómtækjaskjárinn er í frístandandi stöðu í miðju mælaborðsins og snýr hann lítillega að ökumanninum svo hann eigi auðveldara með að sjá hann og stýra aðgerðum með fingrasnertingum. Að auki er hægt að aðlaga viðmótið að vild og nota fyrir upplýsingar frá leiðsögukerfi eða til að varpa upp skjámynd frá baksýnismyndavél. Með samþættri ökutækjatengingu getur hljómtækjaskjárinn einnig varpað upp rauntímaupplýsingum eins og til dæmis eldsneytiseyðslu, meðal eldsneytiseyðslu og akstursdrægi, orkuflæði frá SHVS mildu tvinnaflrásinni og birt aðvörunarboð af margvíslegu tagi. * Apple CarPlay er hægt að nota í þeim löndum sem talin eru upp á eftirfarandi hlekk: https://www.apple.com/ios/feature-availability/#applecarplay- applecarplay Sjá nánari upplýsingar um iPhone gerðir og iOS útgáfur sem samhæfðar eru Apple CarPlay á https://www.apple.com/ios/carplay/ * Android Auto má nota í þeim löndum sem talin eru upp á eftirfarandi hlekk: https://www.android.com/auto/ Samhæfður Android sími og samhæfð gagnaáskrift er nauðsynleg. * Apple, Apple CarPlay, iPhone og Siri eru vörumerki Apple Inc., skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. * Google, Android, Android Auto, YouTube Music og önnur merki eru vörumerki Google LLC. * Bluetooth er skráð vörumerki Bluetooth SIG, Inc. * Wi-Fi er skráð vörumerki Wi-Fi Alliance®. Apple CarPlay í gegnum iPhone og Siri tengist leiðsögukerfi, hringir úr símanum, spilar tónlist og sendir og móttekur skilaboð með raddstýringu eða á hljómtækjaskjánum með snertiaðgerðum. Spjallaðu við Google aðstoð í Android Auto og fáðu hana til að gera hluti fyrir þig með raddstýringu meðan þú einbeitir þér að akstrinum. Sendu skilaboð með auðveldum hætti, fáðu leiðbeiningar frá leiðsögukerfi og stjórnaðu afþreyingarkerfinu. Þú segir bara „Hey Google” eða þrýstir á raddstýrirofann á stýrinu í þeim gerðum sem hann hafa, til þess að hefjast handa. Allar útfærslur koma með DC 12V rafúttaki og USB tengli fyrir tengingu síma og annarra tækja. Að auki eru GLX og GL+ útfærslur með USB tenglum fyrir hleðslu farsíma (Gerð-A 2.4Ah, Gerð-C 3.0Ah). Swift GLX útfærslan kemur með loftkælingu með stafrænum stýriskjá og sjálfvirkri hitastýringu. GL+ er með loftkælingu með stafrænum stýriskjá og handstýrðum stillingum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==