Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

að höndla neyslu áfengis, hafa náð miklum árangri með aðhaldssamri áfengisstefnu. Áfengisneysla á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í hinum vest- ræna heimi. Eftir því er tekið í samfélagi þjóðanna. Eins og fram kom hér að ofan hefur ÁTVR tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum áratugum. Áður var verslunin gamaldags og íhaldssöm ríkis- stofnun með fáa sölustaði, lítið vöruúrval, afgreiðslu yfir borð og starfsfólk í einkennisklæðum sem tóku mið af fatnaði lögreglu og tollvarða. Í dag er ÁTVR margverðlaunað þjónustufyrirtæki sem leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og góða þjónustu. Allar verslanir ÁTVR eru sjálfsafgreiðsluverslanir, vöruúrvalið er fjölbreytt, verslunum hefur fjölgað og afgreiðslutíminn lengst. Lögð er áhersla á að vöru- þekking starfsfólksins sé mikil og að viðskiptavinir fái notið úrvals þjónustu. Á síðustu árum hefur ÁTVR fengið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir góðan rekstur. Má þar t.d. nefna Íslensku gæðaverðlaunin frá Gæðastjórnunarfélagi Íslands, Ríkisstofnun til fyrir- myndar, hæstu einkunn í Íslensku ánægjuvoginni og Kuðunginn fyrir framúrskarandi starf að umhverfis­ málum. Verslunin einbeitir sér einnig að því að bæta áfengismenningu á Íslandi með því að vekja áhuga viðskiptavina á vandaðri vöru, miðla ýmsu fræðslu- efni um áfengi og jafnframt að fræða viðskiptavini um tengingu matar og vína. Undanfarna áratugi hafa nokkur frumvörp verið lögð fram á Alþingi þar sem lagt er til að áfengissala sé gefin frjáls og ÁTVR lögð niður. Frumvörpin hafa ekki náð fram að ganga þótt ýmsar breytingar aðrar hafi orðið á rekstrinum. Ég hef unnið hjá ÁTVR í um þrjá áratugi og helming þess tíma sem forstjóri. Þegar ég hóf störf hjá ÁTVR sem ungur maður þótti mér það spennandi og öðruvísi. ÁTVR reyndist skemmtilegur og góður vinnustaður og góður andi svífur yfir vötnum. Margir hafa átt hér langan og farsælan starfsaldur og fyrir hönd ÁTVR hef ég kvatt samstarfsfólk sem vann yfir 50 ár hjá fyrirtækinu. Bókin sem hér fer á eftir fjallar um fyrstu 90 árin í sögu ÁTVR. Þegar þessi orð eru skrifuð er verslunin orðin 95 ára og ennþá í fullu fjöri. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að meirihluti þjóðar- innar skuli styðja vel við bakið á gamalli ríkisstofnun sem byggir starfsemi sína á einkaleyfi til áfengissölu. Höfundar sögunnar og starfsfólk ÁTVR, bæði núverandi og fyrrverandi, unnu þrekvirki við að safna heimildum sem margar hverjar voru að því komnar að falla í gleymsku. Fyrir það vil ég þakka og vona að þú lesandi góður hafir bæði gagn og gaman af lestri sögunnar um ÁTVR. Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR 10

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==