Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
is mættu þeir árlega flytja inn 300 lítra af áfengi sem innihéldi meira en 21% vínanda af rúmmáli en engar hömlur voru settar á innflutning áfengis með minni styrkleika en þetta. Í tilskipuninni sagði einnig að með reglugerð bæri að setja „ákvæði til varnar mis- brúkun við sölu og veitingar þessara vína. Þó mega ákvæði þessi ekki ganga svo langt, að þau geri að engu undanþágu vína þessara frá ákvæðum aðflutnings- bannslaganna.“ 371 Undanþágan frá bannlögunum gilti til loka Alþingis 1923 og átti aðeins við um vín með „upp- runa í löndum, sem veita bestu kjör fyrir íslenskan saltfisk.“ 372 Hugsunin var sú að aðgengilegra yrði fyrir þingið að haga málum á þennan hátt, þ.e. að fresta endanlegri ákvörðun um eitt ár. Þann tíma mætti auk þess nota til þess að fá frekari tilslakanir hjá Spánverj- um. En engar slíkar tilslakanir fengust og voru lögin endurnýjuð árið 1923. Frestunarákvæðið hafði því í raun enga þýðingu nema kannski gagnvart pólitísku ástandi á Íslandi, enda voru lög um undanþágu frá bannlögunum endanlega samþykkt á Alþingi 1923 án þess að nokkrar frekari breytingar væru gerðar. 373 Samningurinn við Spán var endurnýjaður 1934. Þar var samið um framhald á bestukjarasamningum ríkjanna. Í samningnum kom jafnframt fram að íslenska ríkisstjórnin væri tilbúin til að skuldbinda sig til að „kaupa á Spáni 80% af þeim borðvínum, anísþrúgubrennivínum og þesskyns drykkjum, sem hún flytur inn, og að 100% af þeim kjörvínum (vinos generosos), sem það land kaupir … skuli keypt á Spáni“. Auk þess var í samningum gert ráð fyrir að Íslendingar keyptu eins mikið af öðrum vörum og unnt væri frá Spáni. 374 Mikil andstaða var á Alþingi við að veita undan- þágu frá bannlögunum, enda voru margir stuðnings- menn þeirra fremur á þeirri skoðun að herða bæri lögin en skerða. Á Alþingi 1921 kom einmitt fram stjórnarfrumvarp þess efnis. 375 Til lausnar var bent á að reyna mætti að finna nýja markaði fyrir salt- fiskinn og var Pétur Ólafsson m.a. sendur til Suður- Ameríku til að kanna markaðsaðstæður. Niðurstöður þeirrar könnunar gáfu þó ekki tilefni til bjartsýni. 376 Jafnvel andstæðingar bannlaganna voru óánægðir með breytingarnar vegna þess hvernig þær voru til komnar. Flestir samþykktu þær með semingi, enda stæðu þeir „milli tveggja elda, annarsvegar þeirrar hugsjónar, sem fólgin er í banninu, en hinsvegar þess erfiða fjárhags, sem nú virðist ekki mega með neinu móti bæta nýjum örðugleikum ofan á“. Ekki bæri þó að líta svo á að bannstefnan væri úr sögunni, heldur væri þetta „einn af mörgum krókum á leiðinni til fulls sigurs hennar“. 377 Spurt var: „Getum vjer í raun og veru virt til peninga og selt þjóðarmetnað vorn og sjálfsákvörðunarrjett?“ 378 Svör manna voru á ýmsa vegu. Framsögumaður frumvarpsins um undan- þágu frá bannlögunum, Magnús Jónsson, bar sig þó vel. Í umræðum um málið setti hann það í stærra samhengi: „Slík stórmál sem alger útrýming áfengis komast aldrei fram til sigurs nema gegnum margar þrautir og margar torfærur. Það sem á ríður, er aðeins það, að láta enga torfæruna verða málefninu að bana. Þó þær tefji, þá er það ekki nema eðlileg náttúrunnar Portvín auglýst í Morgun- blaðinu 24.2.1924, tveimur árum eftir að undanþága var gerð frá áfengisbanninu. 100
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==