Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

rás“. 379 Í gegnum málskrúð Magnúsar má þó lesa að hann er að „jarðsyngja“ bannlögin eða „bera bann- lögin til moldar“ eins og Jón Baldvinsson, einn harð- asti bannmaðurinn og þingmaður Alþýðuflokksins, orðaði það; þess má geta að aðeins tveir þingmenn greiddu atkvæði gegn undanþágunni árið 1923, þeir Jón Baldvinsson og Jónas Jónsson. 380 Flestum eða öllum var ljóst að eftir þetta yrði bannið ekki svipur hjá sjón og erfitt yrði að afnema undanþáguna þótt tækifæri gæfist til þess. Hörðustu bannmenn áttu erfitt með að sætta sig við þessa niðurstöðu og bentu á að heiður þjóðarinnar mundi bíða hnekki við það að láta undan kröfum Spánverja. Á hinn bóginn heyrðist sú rödd einnig á Alþingi að ef til vill væri þarna fólgið tækifæri. Skynsamlegt væri að hafa vínin ódýr og venja þjóðina á að drekka vín fremur en sterka drykki. Á þann hátt yrði einnig komið í veg fyrir smygl á sterku áfengi. 381 Fáir þing- menn dirfðust þó að taka undir þessar hugmyndir Bjarna frá Vogi, enda hljómuðu þær eins og guðlast í eyrum harðra bannmanna. Alþingi hafði þó ekki sagt sitt síðasta orð um þetta efni fyrr en með samhljóða samþykkt þingsályktunar- tillögu í maí 1923, „yfirlýsingu um það, að við viljum fá að ráða því sjálfir, hvort við bjóðum eitthvað eða bönnum hjer innanlands“. 382 Yfirlýsingin hljóðaði svo: Alþingi ályktar að lýsa yfir því, að þó að nú hafi verið afgreidd frá þinginu lög um undanþágu frá lögunum um aðflutningsbann á áfengi, vegna samninga við Spánverja, þá er það gert af knýjandi nauðsyn, en ekki af því, að Alþingi vildi hverfa frá þessari löggjöf, sem í fyrstu var sett á grundvelli þjóðaratkvæðagreiðslu. 383 Afar fá dæmi eru um slíka samstöðu á Alþingi en nefna má annað dæmi, samþykkt Alþingis árið 1971 um útfærslu landhelginnar í 50 sjómílur. Tóbakseinkasalan Hér á landi hafði lengi verið litið á tóbak sem mun- aðarvöru og það var, ásamt áfengi, sú neysluvara sem fyrst voru lögð sérstök innflutningsgjöld á. Opinber Saltfiskur á Breið á Akranesi. Spænsk stjórnvöld hótuðu að setja ofurtolla á íslenskan saltfisk nema gefin væri undaþága frá áfengisbann- inu og heimilað að flytja inn spænsk vín. 101

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==