Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

umræða um tóbak var iðulega í þá veru að það væri óþarfi, verið væri að sóa fé til einskis. Um og eftir miðja 19. öld heyrðust þær raddir þó æ oftar að tóbak væri óhollt og hefði slæm áhrif á heilsu fólks. Þær raddir heyrðust þó einnig að tóbak væri hressandi og nauðsynlegt karlmönnum sem stunduðu erfið störf í vosbúð. Á fyrstu áratugum 20. aldar varð æ algengara að tóbaki væri hallmælt sem heilsuspilli, ekki síst fyrir börn og unglinga. „Vindlingarnir hanga nærri dag og nótt úr munnvikum unglinganna“ segir í Heil- brigðisskýrslum frá 1936. 384 Yfirleitt bar læknum saman um að vindlingareykingar hefðu aukist mikið á millistríðsárunum, ekki síst meðal stúlkna og ungra kvenna: „Svo mikið ber á reykingum ungra kvenna, að það vekur beinlínis athygli, ef stúlka, sem komin er yfir fermingu, svælir ekki í sig vindlingum seint og snemma“ kvað læknirinn á Eyrarbakka árið 1938; félagi hans í Vestmannaeyjum sagði „hverja Greint var frá því í blaðinu Verkamaðurinn 19.9.1922 að Áfengisverslun ríkisins hafi opnað verslun í Strandgötu á Akureyri. Nokkrar vindlaverk- smiðjur voru starfandi hérlendis í upphafi 20. aldar. Auglýsing í blaðinu Gjallarhorni árið 1902. 102

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==