Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
Þrír uppáklæddir, reykjandi vinir á öðrum áratug 20. aldar. Tóbaksnotkun á Sigufirði og Berufirði árið 1937 samkvæmt Heilbrigðisskýrslum „Tóbaksnautn er hér [á Siglufirði] mikil. Algengt, að menn taki í nefið, en sumir nota neftóbak undir neðri vörina eins og Svíar. Munntóbak er einnig talsvert notað, en mest er þó reykt, sér- staklega vindlingar, og reykja jafnt konur sem karlar. Á sér stað, að kvenfólk reyki, meðan það kverkar síldina. Unglingar byrja snemma að reykja. Hér [í Berufirði] reykja svo að segja allir pípu, og fáir unglingar sjást pípulausir lengi eftir að þeir eru fermdir. En hér er annað verra á ferð- inni, sem ég hefi ekki vitað með vissu fyrr en í vetur, en það er, að allmörg börn, jafnvel 7−9 ára, og dæmi eru til um yngri, eru orðin meira og minna svæsnir tóbaksneytendur. Dæmi eru til þess, að skólabörn skreppa heim eða inn á WC til þess að geta reykt í frímínútunum, og börn sem eiga neftóbaksmenn fyrir feður og eiga því erfiðara með að ná í tóbak, reykja moð til þess að vera með. Reyktóbaksbréfin liggja vitanlega á glámbekk oft og tíðum á heimilum, þar sem reykt er, og er þá hægt um vik fyrir börnin að ná í þau og venjast þau þannig á hnupl. Vindl ingabútar eru hirtir hvar sem er. Og yfirleitt leita börnin leyfilegra og óleyfilegra ráða til þess að ná sér í tóbakið.“ Heilbrigðisskýrslur 1937, 95-96. 103
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==