Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

stelpu“ „púandi cigarettu og þykir ekki dama nema svo sje“. 385 Illt væri líka að konur létu tóbakssala hafa sig að „ginningarfífli“, en tóbakssalarnir stóðu fyrir fegurðarsamkeppni hérlendis á þann hátt að myndir af konum fylgdu tóbakspökkum og var þeirri konu heitið álitlegum verðlaunum sem þótti fríðust. 386 Sem fyrr getur var ákveðið að stofna fyrirtæki um einkasölu á tóbaki árið 1922. Það var gert í hagnaðar- skyni fyrir ríkissjóð, enda talið æskilegt að hagnaður af slíkri vöru rynni fremur þangað en í vasa heild- sala. Samkvæmt lögum þar um mátti enginn nema ríkisstjórnin flytja inn tóbak af nokkru tagi. Álagn- ing mátti nema á milli 25% og 75% en þó var tóbak til sauðfjárbaðana selt án hagnaðar. 387 En rekstur Tóbakseinkasölunnar fyrri stóð stutt og var hætt í árs- byrjun 1926. Í raun er álitamál hvort rétt sé að tala um sérstakt fyrirtæki í þessu sambandi þar sem Tóbaks- einkasalan var lögð undir Landsverslunina og rekin af henni samhliða innflutningi og sölu á steinolíu. 388 Tekjur landssjóðs af tóbakseinkasölunni voru verulegar, eða um 10% af heildartekjum hans. 389 Þegar einkasalan var lögð niður þurfti að bæta þetta tekju- tap á einhvern hátt og var það gert með því að hækka tolla af tóbaki umtalsvert. Þáverandi ríkisstjórn, sem hafði frjálslynd viðhorf í efnahagslífi að leiðarljósi, áleit að þannig yrði markmiðum um tekjuöflun best náð, óþarft væri að ríkið hefði innflutning og heild- sölu í sínum höndum; í þessu máli tókust því á grund- vallarhugmyndir: „einkasölustefna og stefna frjálsrar verslunar“, eins og Ágúst Flygenring alþingismaður orðaði það. 390 Eftir að Tóbakseinkasalan var lögð niður tóku starfsmenn hennar sig saman og stofnuðu Tóbaksverzlun Íslands og ráku hana næstu árin. Hún varð stærsta innflutningsfyrirtæki landsins á þessu sviði með meira en helmings markaðshlutdeild. 391 Stuðningsmenn einkasölu á tóbaki sættu sig ekki við þessa niðurstöðu, enda töldu þeir sjálfsagt að „halda einkasölu á einstökum vörum, ef það aflar landinu mikilla tekna, sem annars mundu renna í vasa óþarfa milliliða.“ 392 Þeir spáðu því að innan fárra ára yrði tóbakseinkasölu komið á fót á ný. Þeir urðu sannspáir og svo fór að ný einkasala á tóbaki var stofnsett árið 1931 og tók hún til starfa í byrjun árs 1932. Meginröksemdin var, eins og áður, að með Auglýsing úr Speglinum frá Tóbakseinkasölu ríkisins 30.11.1938. Nýja dagblaðið auglýsir munntóbak frá Brödrene Braun sem var afar vinsælt. Birt 28.7.1936. 104

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==