Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

stofnun einkasölunnar mætti auka tekjur ríkissjóðs; raunar velti meirihluti milliþinganefndar í tolla- og skattmálum fyrir sér hvort ekki væri ráðlegt að taka upp landsverslun á ný og fella undir hana þær einka- sölur sem þegar væru starfandi og aðrar sem kynnu að verða stofnaðar; gæti hún starfað „í deildum og hefði að gera með hin ýmsu verzlunarfyrirtæki ríkisins og annaðist þar að auki öll efnisinnkaup þess“. Af því varð þó ekki. Samkvæmt lögum um fyrirtækið áttu tekjur af starfrækslu Tóbakseinkasölunnar að renna til byggingarsjóða verkamannabústaða og Byggingar- og landnámssjóðs. 393 Sigurður Jónasson, þekktur athafnamaður og þá stuðningsmaður Alþýðuflokksins, var ráðinn forstjóri fyrirtækisins en hann hafði áður verið einn helsti inn- flytjandi tóbaks til landsins. Samkvæmt reglugerð um fyrirtækið bar því að kaupa allar fyrirliggjandi tób- aksbirgðir í landinu hjá heildsölum, tækjust um það samningar. Ella ætti að leggjast á birgðirnar 15% gjald sem rynni í ríkissjóð. 394 Árið 1934 fjölgaði einka- söluvörum fyrirtækisins, er ákveðið var með lögum að hefja einkasölu á eldspýtum og vindlingapappír. 395 Þess má geta að um þetta leyti var tekin upp einka- sala á ýmsum fleiri vörum, til dæmis á raftækjum og bifreiðum. 396 Stuðningsmönnum frjálsrar verslunar þótti nóg um þessa þróun mála. Á fyrsta heila starfsári fyrirtækisins, 1932, skipt- ist tóbaksinnflutningurinn þannig eftir verðmæti að rjóltóbak var um 35% og hlutfall vindlinga var svipað; munntóbak nam ríflegum tíunda hluta innflutnings- ins en reyktóbak um 15%. Um 3% innflutnings voru vindlar og svipað var verðmæti tóbaksblaða sem ætluð voru til sauðfjárbaðana en munu í allmiklum mæli hafa verið notuð „af mönnum í stað venjulegs neftóbaks“. Þekktist jafnvel í sumum sveitum að blað- tóbak væri notað nánast eingöngu, og þótti yfirvöld- um það ekki gott, því það var selt án álagningar. 397 Mest af munntóbakinu og neftóbakinu var flutt inn frá Danmörku. Reyktóbakið kom hins vegar víðar að og árið 1931 voru fluttar til landsins á milli Skopmynd frá fyrstu áratugum 20. aldar í tilefni af umræðu um hækkun tóbakstolla. Póstkort í einkaeigu. 105

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==