Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

þyrping í dyrum og fyrir dyrum. Var langmest keypt af brennivíninu, en auk þess töluvert af öðrum drykkjum sterkum. Í Austurstræti slög- uðu nokkrir menn í gærkveldi, og slegist var fyrir framan Café Royal. Tólf menn átti að setja í Steininn, en þrjá varð lögreglan að fara með aftur vegna þess, að Jón Sigurðsson fangavörður kvaðst ekki geta tekið á móti fleirum en 9 af þeirri ástæðu að alt væri fult hjá honum. Varð lögreglan því að hætta við að taka menn fasta, og þóttist hún þó hafa ástæðu til að taka fleiri. 407 Í öðrum útsölum á landinu var opnað fáum vikum síðar, til dæmis á Akureyri 13. febrúar og á Siglu- firði um svipað leyti. Tíðindamaður Alþýðublaðsins á Akureyri tók fram að það hefðu aðallega verið „bændur og sjómenn, sem vínið keyptu, og var það aðallega brennivín. Enginn maður sást drukkinn á götunum.“ 408 Vísvitandi var þó dregið að hefja sölu á innfluttum sterkum drykkjum vegna þess að til voru umtalsverðar birgðir af portvíni og sérríi. Forsvars- menn áfengisverslunarinnar óttuðust að þeir lægju með þessar birgðir ef þegar væri farið að selja sterk vín. Því lögðu þeir til að ekki yrði hafist handa við sölu á sterku áfengi fyrr en nokkuð væri liðið á árið, enda yrðu þessar birgðir þá að mestu seldar. Auk þess þyrfti að undirbúa innkaup sterks áfengis og það tæki tíma. 409 Yfirlit Áfengisbann var afnumið í nágrannalöndum Íslands á þriðja áratugnum og öndverðum fjórða áratugnum. Einnig var rætt um að stíga þetta skref hérlendis en ákveðið að vísa til þjóðarinnar ákvörðun um hvort hér ætti áfram að vera bann eða ekki. Það var gert í atkvæðagreiðslu árið 1933 og var meirihluti kjósenda þeirrar skoðunar að afnema ætti bannið. Ný áfengis- lög voru svo samþykkt árið 1934 og sala heimiluð á sterku áfengi í ársbyrjun 1935. Félagar úr alþýðustétt halda áfengisflösku á lofti. Kristján Albertsson rithöfundur um reynsluna af bannlögunum Að mati Kristjáns var mögulegt að draga saman reynsluna af bannlögunum í þrjú meginatriði: „1. Að þjóðin hafi vanist á að smygla áfengi og lært að brugga það, og er hið síðara miklu hættulegra og erfiðara að vinna bug á. 2. Að þjóðin sé nú drykkfeldari en áður en bannlögin voru sett, meira drukkið og miklu almennar í Reykjavík, meira drukkið og miklu tíðar í sveitunum, þar sem drykkjuskapur var víðast hvar að hverfa úr sögunni fyrir bann, nema við örfá tækifæri á ári hverju, aðallega í kaupstaðarferðum og í réttum. 3. Að bindindisstarfsemin sé nú þróttvana og áhrifalaus, í samanburði við þann mikla kraft, sem í henni var fyrir bann.“ Kristján Albertsson, „Afnám bannlaganna“, 2. 108

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==