Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

7. Starfsemi ÁVR til 1940 og áfengissala Sölureglur og sölustaðir Áfengisverslun ríkisins var að mörgu leyti sérkenni- legt verslunarfyrirtæki. Markmið slíkra fyrirtækja er jafnan að selja sem mest, en ÁVR var ólíkt að því leyti að því bar að kappkosta að selja sem minnst, án þess þó að setja ónauðsynlegar hömlur á söluna, enda vildi eigandi fyrirtækisins, að minnsta kosti fyrstu áratug- ina, „gera alt, sem í hennar [ríkisstjórnarinnar] valdi hefir staðið, til þess að draga úr sölu áfengis.“ 410 Það var liður í þessari stefnu, „að selja sem minnst“, að vöruna mátti ekki auglýsa. Aðrar reglur giltu þó um Tóbakseinkasölu ríkisins því vel mátti auglýsa tóbak. Þegar fyrsta reglugerð um starfsemi ÁVR og sölu og veitingu áfengis var sett árið 1922 voru aðstæður orðnar breyttar frá því að lögin um fyrirtækið voru samþykkt. Meginbreytingin var vitaskuld Spánarvínin og hlaut reglugerðin að taka mikið mið af tilkomu þeirra. Þar kom fram að verslunin mætti ein annast innflutning á víni og annast sölu þess til útsölustaða, en tilgreint var í reglugerðinni hvar þeir ættu að vera. Einnig átti áfengisútsalan að sjá um sölu til veitingastaða sem fengju tilskilin leyfi lyfsala og lækna sem hefðu leyfi til lyfjasölu. Þá skyldi Áfengisverslunin ákveða útsöluverð vína en það mátti „ekki fara fram úr innkaupsverði með áföllnum kostnaði að viðbættum venjulegum verslunarhagnaði“. Gert var ráð fyrir útsölustað í hverjum kaupstað og átti bæjarstjórn í hverju tilviki að gera tillögu um hver fengi slíkt leyfi; á þessum tíma voru kaupstaðirnir sjö: auk Reykjavíkur voru í hópi hinna útvöldu Hafnarfjörður, Ísafjörður, Siglufjörður, Akureyri, Seyðisfjörður og Vestmannaeyjar. Sam- kvæmt reglugerðinni átti málum að vera þannig hagað að „maður eða fjelag“ sæi um áfengisútsölu en lands- stjórnin sæi þó um útsöluna í Reykjavík. Heimild til vínveitinga átti að vera í fjórum kaupstöðum, Seyðis- firði, Akureyri, Ísafirði og Reykjavík; heimilt væri þó að hafa fleiri en einn veitingastað í Reykjavík. Því aðeins mátti heimila vínveitingar á öðrum stöðum að meiri- hluti alþingiskjósenda samþykkti það. 411 Ýmsar takmarkanir voru á sölu áfengis til almenn- ings. Í 6. gr. reglugerðarinnar var tekið fram að við sölu bæri að krefjast undirskriftar kaupanda undir eyðublað, er áfengisverslunin lætur útbúa. Skal í því vera yfirlýsing að viðlögðum drengskap um að kaup- andi noti hið keypta vín persónulega eða til heimilis síns, en hvorki skuli selja eða á annan hátt afhenda öðrum vínið til neyslu utan heim- ilis kaupanda. Útsalan innfærir öll kaup jafnóð- um sem þau fara fram í sjerstaka vínsölubók, á dálk við nafn kaupanda. Áfengisverslunin lætur útbúa og löggilda vínsölubækur þessar. 412 Í 7. og 8. gr. reglugerðarinnar kom fram að ein- ungis mætti selja hverjum og einum 10 lítra af víni á mánuði. Aðrar takmarkanir voru þær að ekki mátti selja ölvuðum mönnum áfengi, ekki þeim sem voru yngri en 18 ára eða þeim sem höfðu verið ölvaðir á almannafæri undanfarna 6 mánuði eða brotið lög um Áfengisverslunin óskar eftir því að kaupa tómar flöskur. Auglýsing í Morgunblaðinu 25.10.1923. 109

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==