Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

framleiðsluvara fyrirtækisins eftir afnám bannsins var þó brennivín og það naut mestra vinsælda af þeim sterku drykkjum sem fyrirtækið hafði í boði. Aðsetur og starfsmannafjöldi Um það bil sem Áfengisverslunin tók til starfa fjallaði Alþýðublaðið um fyrirtækið og kemur þar vel fram umfang starfseminnar og hvernig aðstæður voru. Þar kom m.a. fram að höfuðstöðvar fyrirtækisins voru í húsi Jóns Magnússonar en áfengisútsalan í húsi Thomsens kaupmanns við Lækjartorg. Auk þess eru greinargóðar upplýsingar um mannahald fyrirtækis- ins. Í greininni má merkja gagnrýninn tón, enda var blaðið ekki í hópi aðdáenda fyrirtækisins. Greinin er sennilega eftir Ólaf Friðriksson, ritstjóra blaðsins (merkt Ó): Black death Nokkuð var um ölvun meðal breskra hermanna hér á landi og kvörtuðu íslensk stjórnvöld stundum undan hegðan þeirra. Að sögn Morgun- blaðsins staðhæfðu bresk heryfir- völd hins vegar að mest vandkvæði stöfuðu af sprúttsölu og álitu þeir að „áfengisblanda Vínverslunar- innar“ þ.e. brennivín, sem „Bret- inn kallar „Black dead“ hafi mjög alvarleg áhrif á hermennina“. „Reykjavíkurbrjef “. Morgunblaðið 6. október 1940, 5. Bökunardropar Áfengisverslunarinnar kynntir og gæði þeirra borin saman við aðra framleiðslu. Alþýðublaðið 18.3.1932. Áfengisverslunin auglýsir opnun fyrstu áfengisverslunarinnar í Reykjavík. Alþýðublaðið 29.8.1922. 114

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==