Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Í gær bað ég símameyna um áfengisverzlun ríkisins. „Er herra Mogensen viðstaddur?“ spurði ég. „Nei, því miður“ var svarað. „Kemur hann bráðum?“ „Nei, hann er í sumarleyfi, og er á ferð kringum landið. Hann er staddur í dag á Akureyri“. „Hver er þá æðsti maður vín- verzlunarinnar á meðan?“ „Það er Jón Egils- son“. „Get ég fengið að tala við hann?“ „Já“. Jón Egilsson kemur í símann. Ég spyr hvort ég megi koma og tala við hann. Jú, velkomið er það. Ég legg af stað og kem brátt að dyrunum á húsi Jóns Magnússonar. „Áfengisverslun ríkisins“ stendur á dyraspjaldi. Þrír menn eru á skrifstofunni, einn þeirra er Jón Egilsson. Hann fer með mig á aðra skrifstofu. Þar er einn maður fyrir, sem flytur sig framfyrir. Ég fer að spyrja Jón Egilsson um vínverzlunina. En hann er afar tregur til þess að segja neitt um hana. Segir að Mogensen muni koma eftir 3 daga, og ég skuli spyrja hann. Samt fæ ég að vita þetta hjá honum: Á skrifstofu áfengisverzlunarinnar eru alls sex menn: Mogensen forstjóri, Jón Egilson, skrifstofustjóri, Tryggvi Guðmunds- son gjaldkeri, Guðmundur Eggerz, Þorvaldur Egilson, Ólafur Halldórsson, og sendiherra eða sendisveinn að auki, sem ég kann ekki að nefna. Áfengisverzlunin hefur geymslu á fjórum stöðum: Í kjallaranum í Thomsenshúsi, í geymsluhúsi C. Zimsens á hafnarbakkanum, í Hafnarstræti 1 (Brydes geymslu húsi) og í Hafnarstræti 15 (undir verzlun Ellingsens). Í geymsluhúsunum starfa 8 manns. Þar eru fjórir verkamenn sem fá vikuborgun og fjórir fastamenn. Jón Egilsson mundi ekki Thomsensverslun við Lækjartorg en þar var Áfengisverslunin í Reykjavík til húsa í fyrstu. Myndin sýnir fjölmenni er stytta Kristjáns 9. var afhjúpuð árið 1915. 115

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==