Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

nöfn þessara fjögra fastamanna, en það eru: Skafti Gunnarsson, Magnús Stefánsson, Stefán Runólfsson og Jón Straumfjörð. Er hinn síðast- nefndi yfirmaður yfir öllum geymsluhúsunum, jafnframt því sem hann er dyravörður á póst- húsinu. Ekki vildi Jón Egilsson láta uppi hvaða laun skrifstofumennirnir hefðu, sagði að það yrði að bíða þangað til Mogensen kæmi heim. Við Áfengisverzlun ríkisins eru því ellefu fasta- menn samtals, og fjórir verkamenn. En auk þess eru við útsöluna í Thomsens- húsi (gengið inn frá Thomsenssundi) fjórir menn. Þar starfa þessir menn: Björn Sveinsson (fyrv. kaupm. Breiðablik) forstöðumaður, Skúli Thorarensen gjaldkeri og bókhaldari, Sigurður Magnússon og Axel Magnússon. Hinir tveir síðustu eru afgreiðslumenn, en starfa líka að skriftum, sem eru miklar við verzlunina, segir Björn Sveinsson. Samtals eru þá starfandi við vínverzlunina hér í bænum19manns, og er það allstór flokkur. Ég kom inn í geymsluhús þar sem verkamenn- irnir voru að vinna, og sýndist þeir hafa nóg að starfa. Hitt er aftur efamál hvort þeir æðri í tigninni eru ekki fleiri en þeir þurfa að vera. Mun Alþbl. gera þetta mál frekar að umræðu efni þegar Mogensen er kominn heim og heyrt hefir verið hvað hann segir um þetta. 436 Birgðastöðvar Áfengisverslunarinnar voru komn- ar í Nýborg við Skúlagötu í Reykjavík árið 1924 en þar hafði Landsverslunin haft aðsetur sitt. Árið 1926 var áfengisútsalan flutt frá Lækjartorgi í Veltusund 1. 437 Um tíma að minnsta kosti voru vínbirgðir verslunar- innar, sennilega sterka áfengið, geymdar í Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg, svona eins og til að undir- strika hvaða augum sú vara væri litin. Árið 1927 var skipaður sérstakur eftirlitsmaður með vínbirgðunum þar og varð fyrir valinu Sigurður Thorlacius stúdent. Hann átti ásamt fulltrúa lögreglustjóra að „innsigla læsingar á birgðaherbergjunum þar og vera báðir við jafnan er opnað er“. Sigurður átti einnig að hafa eftirlit með hve mikið og hvert áfengi væri afhent frá áfengisversluninni. Hann var sannarlega ekki venju- legur birgðaeftirlitsmaður, enda bar honum einnig að kanna „hvort menn, sem grunur leikur á að hafi sjálfir áfengissölu með höndum, kaupi þar birgðir sínar“. Auk þess bar honum að fylgjast með vínsölu Nýborg við Skúlagötu í Reykjavík þar sem lengi var aðsetur Áfengisverslunarinnar. 116

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==