Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

bendir til að meirihluti fólks í kaupstöðum úti á landi hafi viljað fá þeim lokað. Þegar við stofnun þeirra bar á megnri óánægju. Þingmenn þessara staða hvöttu til lokunar, bæjarstjórnir samþykktu áskoranir, greinar voru skrifaðar í blöð og verkalýðshreyfingin brýndi félagsmenn sína. Reynt var að fá því framgengt að íbúar í kaupstöðum þar sem útsölur voru fengju að greiða atkvæði um hvort þeir vildu slíka verslun eða ekki. Í samþykkt bæjarstjórnar Reykjavíkur var m.a. farið fram á að nýsettri reglugerð um áfengis- sölu yrði breytt á þann hátt að kjósendur fengju að ákveða hvort áfengisútsölur yrðu opnaðar eða ekki. 454 Svipuð samþykkt barst frá Siglufirði og var þar farið fram á að aðeins yrði ein áfengisverslun í landinu og heimilt yrði að panta áfengi en „engar birgðir hafðar fyrirliggjandi annars staðar“. Nefndu Siglfirðingar auk þess að stutt væri til Akureyrar og því óþarfi að hafa tvær útsölur í sama landsfjórðungi. Kvörtun Sigl- firðinga kom fram um það bil tveimur árum eftir að áfengissala hófst. Þeir bentu á að „síðan áfengissala var sett hjer niður, er daglegum friði vor Siglfirðinga spilt svo − að minsta kosti að sumrinu til − að óvið- unandi er framvegis. Hávaði og friðarspjöll ölvaðra manna hafa keyrt svo úr hófi fram, að sóma bæjarins og velferð borgaranna er teflt á fremsta hlunn“. 455 − Ári síðar barst sams konar krafa frá bæjarstjórninni í Vestmannaeyjum, studd undirskriftum um 1000 manna og Hafnfirðingar sendu forsætisráðherra sams konar erindi. 456 Áfengisútsölurnar voru opnaðar en andstaðan við þær hélt áfram, ekki síst af hálfu verkalýðshreyfingar- innar sem lét mikið að sér kveða á þessu sviði. Árið 1932 ályktaði þing ASÍ að koma skyldi á „fullkomnu og afdráttarlausu áfengisbanni“. 457 Nefna má einnig að 15 verkalýðsfélög tóku sig saman og héldu fund á Akureyri í lok nóvember 1935. Fundurinn skoraði á ríkisstjórnina að sjá til þess að ekki yrði sent áfengi til útsölunnar á Akureyri þá um veturinn. Röksemdin var ekki síst mikill atvinnubrestur um þetta leyti og væri ekki bætandi á erfiðleika fólks þegar hluta „hinna litlu tekna er varið fyrir alóþarfan varning“. Fundurinn hvatti einnig til þess að útsalan á Akur- Blaðið Verkamaðurinn á Akureyri skammast yfir því að Áfengisverslunin hafi sett upp auglýsingu á húsnæði sitt og krefst þess að hún verði fjarlægð. Birt 19.9.1923. 119

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==