Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Fjallað verður um hvernig smám saman var þrengt að áfengissölu og áfengisveitingum beggja vegna aldamótanna 1900, þar til bannið var knúið fram af bindindishreyfingunni. Ekki verður því komist fram hjá Banninu með stórum staf, áfengisbanninu frá 1915−1922 (1935) og áframhaldandi banni við bjór- sölu sem stóð allt fram til 1989. Bannið olli gífurleg- um deilum í samfélaginu á fyrri hluta aldarinnar og á seinni hluta aldarinnar gilti hið sama um bjórbannið. Bindindisbaráttuna þarf líka að tengja við stöðu þjóðmála á fyrstu áratugum 20. aldar, baráttu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og viðurkenningu á tilverurétti hennar sem menningarþjóðar. Hér má m.a. spyrja hversu miklu viðhorf annarra þjóða til þessara mála skiptu þegar Íslendingar ákváðu að vera meðal fyrstu þjóða til þess að setja algert áfengisbann. Og hvernig þróuðust þessi mál í nágrannalöndum Íslands, var þróunin svipuð eða ólík? Önnur viðleitni hins opinbera til að draga úr áfengisneyslu kemur einnig til umræðu. Fyrir utan að styðja aukin gjöld á áfengi og gera aðgengi erfiðara, fólst þessi viðleitni í að styðja við bakið á bindindis- hreyfingum og koma síðar upp umfangsmiklu reglu- veldi og opinberri stofnun til að stuðla að bindindi. En auk þessa fór baráttan fram á mörgum fleiri víg- stöðvum. Hún fólst m.a. í að reyna að hindra að fólk neytti áfengis sem ekki var ætlað til neyslu, áfengis sem skilgreint var sem lyf eða hráefni vegna atvinnu- starfsemi. Baráttan snerist einnig um að stemma stigu við kaupum, innflutningi, framleiðslu og sölu á ólög- legu áfengi en líka um að gera áfengiskaup í áfengis- verslunum fráhrindandi á ýmsan hátt, til dæmis með síaukinni skriffinnsku og skráningu á upplýsingum um kaupendur áfengis. Einkasala á áfengi, Áfengisverslun ríkisins, er þó vitaskuld meginviðfangsefnið. Rætt verður um tildrög hennar og kannað hvernig hún tengdist Spánarvínun- um svonefndu. Fjallað verður um hvernig staðið var að rekstri fyrirtækisins og rætt um áfengisútsölurnar í Reykjavík og úti um land. Gerð verður grein fyrir því umhverfi sem þær störfuðu í og fjallað um hina þversagnakenndu stöðu sem þessi rekstur var í: að leitast við að hafa umsetninguna sem minnsta en afla um leið sem mestra tekna fyrir eigandann (ríkið) og stjórnendur útibúanna, en tekjur þeirra voru í fyrstu bundnar við tiltekinn hundraðshluta sölunnar. Rekstur Áfengisverslunarinnar á þessu tímabili verður líka til umræðu eftir því sem gögn gefa til- efni til: velta, sala og afkoma og hvaða tekjum hún skilaði til ríkissjóðs. Einnig verður getið um fram- leiðslu Áfengisverslunarinnar á áfengi eftir að bannið var afnumið 1935 og 1989 (sala á bjór heimiluð). Einkasala ríkisins á tóbaki (1921−1925 og frá 1932) kemur og nokkuð við sögu og rætt verður um þá við- leitni sem var áberandi á fjórða áratug 20. aldar, að láta ríkisrekstur taka við viðskiptum á sem flestum sviðum. Þá verður stuttlega rætt um vínveitingastaði og hvernig staðið var að þeirri starfsemi á fyrri hluta aldarinnar. Í öðrum hlutanum er sjónum einkum beint að uppbyggingu áfengisverslunar og síðar tóbakseinka- sölu eftir að áfengi var lögleitt á fjórða áratugnum. Hugmyndalegum átökum um áfengið var að mestu lokið en minna bar á deilum um réttmæti þess að selja tóbak. Fjallað verður um ólík viðhorf til áfengis- laganna, sem sumir vildu herða en aðrir rýmka, einkum um að leyfa sölu á áfengu öli í landinu. Gerð verður grein fyrir undanþágunum frá bjórbanninu sem veittar voru erlendum hermönnum á stríðsár- unum en það voru einmitt slíkar undanþágur sem grófu undan bjórbanninu. Fjallað verður um hlutverk Áfengisverslunar ríkisins fyrir þjóðarbúskapinn sem tekjulind fyrir ríkissjóð. Þá verður gerð grein fyrir því hlutverki sem áfengisverslunin hafði fyrir íslenskan iðnað en hún stóð fyrir framleiðslu á brennivíni, lyfjum, hárvötnum og bökunardropum. Sömuleiðis verður fjallað um tekjuöflun tóbakseinkasölunnar fyrir ríkið. Skoðað verður hvernig áfengisverslunin fékk nýtt hlutverk með stofnun gæsluvistarsjóðs til þess að fjármagna áfengismeðferð og ýmis úrræði fyrir drykkjumenn. Viðhorf til áfengisvarna breyttust líka, um allt land voru skipaðar áfengisvarnanefndir sem áttu að styðja við bindindisstarfsemi, auka fræðslu og 12

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==