Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

eyri yrði skylduð til þess að gera lista yfir alla þá sem keyptu vín í útibúinu og ættu þessar skýrslur að vera almenningi til sýnis hjá lögreglustjóra bæjarins „svo kunnugt verði hverjir mest kaupa af áfenginu“. 458 Hörðust urðu átökin á Ísafirði og setti Verka- lýðsfélagið Baldur uppskipunarbann á öll skip sem fluttu áfengi til Ísafjarðar árið 1930. Vart var fýsilegt að brjóta bannið, því félagið ákvað jafnframt að það næði til allra annarra skipa þess félags sem hugsan- lega bryti bannið. Bannið var sett með velþóknun mikils meirihluta bæjarstjórnar, sem jafnframt hvatti til þess að áfengisútsalan í bænum yrði lögð niður; Vilmundur Jónsson, læknir í bænum, lýsti því svo um þetta leyti að „áflog og ryskingar ölóðra manna [væru] daglegt brauð“. 459 Eftir samningaumleitanir varð niðurstaðan sú að opnunartími útsölunnar var styttur mjög og mátti hann ekki vera nema 3 tímar á dag. Þessu til viðbótar fékk verkalýðsfélagið því til leiðar komið að ekki yrði flutt meira áfengi til Ísa- fjarðar en sem næmi þriðjungi þess magns sem selt hafði verið í bænum undanfarin þrjú ár. Samkvæmt samkomulaginu var einnig óheimilt að flytja áfengi eftir öðrum leiðum til Ísafjarðar, þar með talið að senda það í pósti. 460 Útibússtjórinn færði þessa stefnu í tal við forstjóra Áfengisverslunarinnar árið 1935. Að hans mati var „næstum frágangssök að reka útibúið framvegis með ríkjandi fyrirkomulagi, enda seldist skammturinn sem útibúinu væri ætlaður iðulega upp á fáum dögum og „hefir þá búðin orðið að vera lokuð hina 25 daga mánaðarins“. Auk þess benti hann á að takmörkun af þessu tagi væri „gjörsamlega áhrifalaus“. Því til stað- festingar nefndi hann að mest hefði borið á ölvun í bænum síðastliðið haust, þegar ekkert áfengi var fáanlegt í áfengisútsölunni, enda útveguðu menn sér áfengi eftir öðrum leiðum, bæði með því að brugga og kaupa smygl. 461 Þessar sölutakmarkanir komu útsölustjóranum vitaskuld illa, hann var ekki á föstum launum heldur fékk hann hundraðshluta af sölu og kvartaði sáran yfir samkomulaginu sem var gert við Verkalýðsfélagið Baldur. Hann óskaði eftir því að fá að vita hvort leggja ætti útibúið niður. Það þyrfti hann að fá að vita sem fyrst því hann væri Verkalýðshreyfingin og stjórnmálaflokkur hennar, Alþýðuflokkurinn, hafði af- dráttarlausa stefnu í áfengis- og bannmálum og vildi halda áfengisbanni sem lengst. Alþýðublaðið 1933. Verkamannafélagið á Siglufirði krefst þess árið 1932 að teknar verði upp sömu takmarkanir á sölu „Spánarvína“ og séu í gildi á Ísafirði. Morgunblaðið 20.1. 1932. 120

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==