Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
fátækur maður, sem ekki hefi ráð á að borga lengi húsaleigu fyrir pláss sem ekki er notað, sérstaklega þar sem ég í tvö ár hefi orðið að vinna sömu störf og aðrir útsölumenn áfengisverzlunarinnar fyrir helmingi lægri laun, en það var eitt atriðið í fyrnefndum samningi við verkalýðsfélagið „Baldur“ hér að laun mín skyldu færð svo niður sem góð- girni samningsaðilanna krefðist. Verði sama fyrirkomulag áfram á vínafgreiðslu hingað, er líka óþarfi að vera að leigja húsnæði til þess að útdeila vínunum. Það mætti selja þau á bryggjunni jafnskjótt og þeim er skipað upp, það tekur ekki langan tíma að losna við svona smáskammta. 462 Vitaskuld kvörtuðu viðskiptamenn útibúsins líka yfir þessum takmörkunum, að fá ekki að kaupa áfengi „er lögleyft er og ríkið sjálft selur“. En fyrst ekki var unnt að fá áfengið í útibúinu á Ísafirði töldu þeir sig eiga rétt á að panta áfengi beint frá Áfengis- versluninni í Reykjavík. En það gekk ekki heldur. Áfengisverslunin vísaði á útibúið á Ísafirði og kvað það hluta af samkomulaginu við verkalýðsfélagið að senda ekki áfengi beint til viðskiptamanna útibúsins á Ísafirði. 463 Þessi svör drógu ekki úr óánægju þeirra Ísfirðinga sem vildu kaupa áfengi. Þeir kváðu það auk þess iðulega koma fyrir að „útsölustjórinn“ neitaði að selja mönnum áfengi „þótt til hafi verið“ og segðist ekki mega selja hverjum og einum nema eina flösku á dag. Þeir bentu á áfengislögin og kváðu margvíslegar sölutakmarkanir sem væru viðhafðar í útibúinu brot á lögunum. 464 Verkamannafélag Akureyrar samþykkti einnig svipað bann og sambærilegt bann var einnig samþykkt á Siglufirði. En þær ákvarðanir höfðu þó ekki sömu áhrif og á Ísafirði vegna þess að bílvegur var kominn til beggja staðanna og farið að senda vín með bílum eða einfaldlega sem póstsendingar. En það var dýrt og var aukinn flutningskostnaður lagður á áfengið sem var selt á þessum stöðum. 465 − Eftir að síðari heimsstyrjöld var skollin á ágerðust enn kröfur um lokun útibúa eins og síðar verður getið. 466 Starfsemi útibúsins í Reykjavík var að sjálfsögðu langumfangsmest og voru um tveir þriðju áfengis- sölunnar þar árið 1936. Um 7% sölunnar var hjá hverju útibúanna í Hafnarfirði, Akureyri og Siglu- firði, um 5% í Vestmannaeyjum og 1–2% á Ísafirði og Seyðisfirði. 467 Mikil sala á Siglufirði skýrist einkum af miklum fjölda aðkomufólks á vertíðum; lítil sala á Ísafirði er hins vegar tilkomin vegna hinna ströngu aðhaldsaðgerða sem verkalýðshreyfingin stóð fyrir. Starfsemin á áfengisútsölustöðunum var vitaskuld keimlík: hún snerist um hefðbundin afgreiðslustörf, lagerhald, skrifstofuvinnu o.s.frv. En ekki var þetta þó alveg hefðbundin afgreiðsla vegna þess að samhliða afgreiðslu var ýmisskonar eftirlit og skráning sem gat verið tímafrek og jafnvel erfitt að leysa. Hótel Ísland á horni Austurstrætis og Aðal- strætis um eða eftir 1930. Þar var boðið upp á vín- veitingar til 1930 en þá var vínveitingaleyfið tekið af þáverandi veitingamanni þegar Hótel Borg hóf starfsemi. Aðeins mátti vera með vínveitingar í einu veit- ingahúsi á hverjum stað. 121
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==