Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Bréf dómsmálaráðherra frá 1931 til trúnaðar- manns stjórnvalda á Hótel Borg þar sem gerð er grein fyrir starfsskyldum hans. DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ Reykjavík, 12. nóvember 1931 „Hérmeð skulu greind nokkur þau atriði, sem yður eru falin sem trúnaðarmanni landsstjórn- arinnar á Hotel Borg. 1. Að fylgjast nákvæmlega með um innkaup til gistihússins frá áfengisverzluninni og bera iðulega saman birgðir og vínkaup. 2. Að innsigla og opna tvisvar sinnum daglega kjallara þann í hótelinu, þar sem geymdar eru í vínbirgðir þess. Skal herbergið inn- siglað í lok veitingatímabilanna beggja. Þér skuluð svo oft sem þarf, bera saman birgðir hótelsins og eyðslu við aðkaup frá áfengis- verzluninni. 3. Hótelinu verður fyrirskipað að láta hvern gest, er þar situr, að snæðingi og fær áfengi með matnum, útfylla við borðið eyðublað, með fullu nafni, stöðu og heimilisfangi. Eftir hverja máltíð skulu þjónar þeir, er reiða fram mat og vín til gestanna, afhenda yður þessi útfylltu eyðublöð, en þér flokkið þau og geymið sem sönnun viðvíkjandi víneyðslu gestanna. 4. Yður skal skylt að vera á ferli í veitingasal og danssal hótelsins nægilega mikið til að sjá, hvort menn koma þar inn ölvaðir eða verða þar ölvaðir af vínum, er þeir neyta þar. Þér skuluð afla yður vitneskju um nöfn þeirra manna, er sýna ölvunarmerki í hótelinu, og síðan tilkynna hótelstjóranum, að þér leggið afgreiðslubann á þessa menn sem gesti eða neytendur í hótelinu um til- tekinn tíma, eftir reglum, sem landsstjórnin mun síðar tilkynna yður og hótelstjóranum. Síðan skal yður skylt að sjá um, að þessu afgreiðslubanni sé hlýtt. 5. Þjónum og stjórn hótelsins skal skylt að tilkynna yður, ef vín er veitt í öðrum her- bergjum en veitingasölum gistihússins. Skulu þér gæta þess stranglega að allri vínnautn sé hætt í lok leyfistímans, og láta taka burtu glös og vínföng, er þá kunna að standa á borðum. 6. Þér skuluð við eftirlit við eftirlit í hótelinu jafnan vera í einkennisbúningi yfirþjóna hótelsins, sem gistihúsið leggur til. 7. Ef misbrestur verður á að framskráðum reglum sé hlýtt, skuluð þér tilkynna það hótelstjóranum og dómsmálaráðuneytinu með samhljóða bréfum. Jónas Jónsson Gissur Bergsteinsson Til herra Gunnars Eggertssonar.“ Vínveitingastaðir milli stríða Þegar heimilt varð að flytja vín til Íslands á ný þótti óhjákvæmilegt að leyfa einnig veitingastöðum á nokkrum stöðum á landinu að hafa vínveitingar. Þessir staðir voru fjórir, þremur færri en staðirnir sem höfðu áfengisútsölur. Hinir útvöldu voru: Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri og Seyðisfjörður. Annars staðar var einnig heimilt að leyfa vínveitingastaði, en með því skilyrði að meirihluti alþingiskjósenda óskaði eftir því; ekki var líklegt um þetta leyti að það gerðist. Yfirleitt var gert ráð fyrir einum vínveitingastað á hverjum ofangreindra staða en þó mátti heimila fleiri vínveitingastaði í Reykjavík. Það var í valdi bæjar- stjórna á hverjum stað hver fékk leyfið. Hótel Ísland fékk fljótlega heimild til að hafa vínveitingar í Reykja- 123

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==