Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

vík, eða þegar upp úr miðju ári 1922, og einnig mun Rosenberg veitingamaður á Þingvöllum hafa fengið leyfi til vínveitinga, Alþýðublaðinu til lítillar gleði sem þóttist sjá fram á að þar mundu brátt heyrast „óp og org ölvaðra og ósjálfbjarga manna“. 468 Hins vegar dróst að slík leyfi væru veitt í hinum kaupstöðunum þar sem umsækjendur þóttu ekki áreiðanlegir. 469 Veitingahús með vínveitingaleyfi voru sárafá fram yfir miðja 20. öld. Salan á áfengi til þeirra á ofanverðum fjórða áratugnum var að jafnaði í kringum 5% af heildarsölu ÁVR. 470 Vínveitingar voru takmarkaðar við neyslu á heitum mat, og um þær giltu ströng tímamörk: frá kl 11–13:30 og kl 18:00–21. Árið 1931 var vínveitingatíminn rýmkaður að kvöldinu til kl. 23:30. − Sú ráðstöfun var örugglega gerð til þess að koma til móts við eiganda Hótel Borgar og fyrir tilstuðlan Jónasar Jónssonar dóms- og kirkjumálaráðherra, en haft var fyrir satt að markmið ráðherrans með þessari breytingu væri að „kenna mönnum hóflega vínnautn“. 471 En á þá aðferð voru margir vantrúaðir og fjölmargir aðilar mótmæltu breytingunni harðlega, m.a. ASÍ sem staðhæfði að þetta mundi aðeins leiða til aukinnar áfengisneyslu. Jafnvel Verkalýðsfélagið á Hellissandi mótmælti þess- um ívilnunum og kvað þær mundu leiða til aukins drykkjuskapar, ekki eingöngu í Reykjavík, „heldur og fyrir alla vínneytendur, er gista á þessu hóteli“. 472 Ekki mátti veita vín á veitingastað utan þessara tímamarka og ekki mátti vín vera á borðum lengur en hálftíma eftir að hætt var að framreiða vín. 473 Magnið sem selja mátti hverjum og einum með mat var nákvæmlega tiltekið, 18 sentilítrar af sterku áfengi „eða 36 sl. af heitum vínum eða 72 sl. af borðvínum“. 474 Sem fyrr getur fékk Hótel Ísland vínveitingaleyfið í Reykjavík árið 1922 og höfðu veitingamenn sam- kvæmt reglugerð heimild til tiltekinnar álagningar. Árið 1928 fannst dóms- og kirkjumálaráðherra ástæða til að endurskoða þessar reglur. Virtist honum Hótel Ísland „hafa haft alt of mikinn gróða af vínleyfi sínu, og þykir ráðuneytinu fara betur á að meira af þeim gróða rynni í landsjóð og minna til þess er rekur gisti- húsið“. 475 Í framhaldi af þessu var álagningin lækkuð Templarar mótmæla því árið 1931 að lengdur sé sá tími sem heimilað var að veita vín á Hótel Borg. Morgunblaðið 16. sept. 1931. 124

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==