Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
umtalsvert og skyldi vera 10% af verði vínflöskunnar á veitingastaðnum. 476 Árið 1930 varð afdrifaríkt fyrir Hótel Ísland. Þá missti það vínveitingaleyfið af orsökum sem nú skal greina: Ríkisstjórn Íslands lagði ríka áherslu á að taka á sem veglegastan hátt á móti gestum sem kæmu á Alþingishátíðina 1930 og samdist svo með Jóhann- esi Jósefssyni glímukappa og Jónasi Jónssyni dóms- og kirkjumálaráðherra að ef hinn fyrrnefndi byggði myndarlegt hótel, Hótel Borg, í miðborg Reykjavíkur, fengi hann einkarétt á vínveitingum í borginni. Þessi tíðindi voru eiganda Hótel Íslands vitaskuld lítið gleðiefni en Jóhannes byggði hótelið upp af miklum myndarskap, og „lagði í það aleigu sína og allmikið meira“ eins og hann orðaði það. 477 Hótelið fékk leyfið „með öllum sömu skilyrðum um tímalengd til veit- inga á hverjum degi, og öllum skilyrðum er lúta að reglusemi og háttsemi gesta við vínnautn, eins og áður hafa gilt um vínveitingar á Hotel Ísland síðan Spánar- samningurinn var gerður og það hótel fékk vínveit- ingaleyfi“. Í þessu erindi dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins kom þó fram að landsstjórnin áskildi sér rétt til að „taka þetta leyfi aftur hvenær sem er“. 478 Leyfinu hélt Jóhannes um langt skeið, þótt á ýmsu gengi í samskiptum hans og yfirvalda sem réðu jafnvel eftir- litsmann til þess að fylgjast með meðferð áfengis á hótelinu, þótt ekki væri hann lengi við störf. 479 Hótel- haldarinn var iðulega sviptur leyfinu vegna yfirsjóna, til dæmis var hann sviptur veitinga- og gistingaleyfi í sex mánuði árið 1931. Sakargiftir voru gjarnan þær að vín hefði verið selt fram yfir leyfilegan tíma og einnig út af hótelinu. En ætíð fékk Jóhannes leyfið aftur eða staðgengill hans. 480 Það reyndist erfiðleikum bundið fyrir Jóhannes að reka hótelið, enda ytri skilyrði erfið á 4. áratugnum og lánin sem hvíldu á hótelinu mikil. Það varð m.a. til þess að Hótel Borg safnaði skuldum hjá Áfengisversluninni. En fyrirtækið naut velvildar og voru gerðir sérstakir samningar um skuldina á milli eiganda hótelsins og ÁVR, m.a. fyrir milligöngu Jónasar Jónssonar. 481 En leyfisveitingin varð afdrifarík fyrir eiganda Hótel Íslands, Alfred Rosenberg, en hann hafði keypt hótelið árið 1928 og lagt mikinn kostnað í endurbætur á því. Eftir að Hótel Borg fékk leyfið missti hann „alla atvinnu af veitsluhöldum og jafnvel gestir þeir, sem búa á hotellinu hjá honum hafa farið yfir á Hótel Borg til að matast.“ 482 En kvartanir Rosenbergs báru ekki árangur. Hótel Borg hélt leyfinu, eitt veitingastaða í Reykjavík um langt skeið. „Leyfi“ var þó kannski ekki alltaf forsenda þess að áfengisneysla tíðkaðist á veitingastöðum eins og Alþýðublaðið skýrði frá árið 1925. Blaðið kvað það algengt að „drykkjulæti útlendra og innlendra manna“ heyrðust á kaffihúsum við Laugaveginn. Nefndi blaðið sérstaklega kaffihúsið Fjallkonuna en líka komu við sögu staðir eins og Aldan í Traðarkots- sundi og Litla kaffihúsið á Laugavegi: Gangirðu inn eftir Laugaveginum síðla kvelds, þá muntu sjá hóp drukkinna slæpingja á horn- inu, þar sem Bergstaðastræti og Laugavegur koma saman. Eru þar í grendinni sagðir aðal- sölustaðir leynivínsalanna og skamt þaðan er kaffihúsið „Fjallkonan“ og fleiri kaffi- og veit- inga-staðir. Heyrast á þessum stöðum oft mikil drykkjulæti innlendra og útlendra manna. Klukkan að ganga tólf dreifist svo þessi lýður út um bæinn (og auðvitað víðar að). Má þá sjá drukkna menn slangra einn og einn á stangli eða hópum saman á götunum, en mest ber á þessu á aðalgötunum, á Laugaveginum og í miðbænum. Háreysti, köll og áflog eru næstu tíðindin, en líka sorgbrosleg fleðulæti og faðm- lög fullra manna. Lögregluþjónarnir blása í pípur sínar. Einn hópurinn er kominn í áfloga bendu. Dauðadrukkinn maður hefir verið sleginn í rot. Félagi hans gefur tilræðismann- inum „á hann“. Blóðnasir og glóðaraugu á báða bóga. „Skikkanlegur borgari“ biður þá „bless- aða“ að hætta þessu. Laun hans eru kjaftshögg, svo hann dettur niður og hruflast á andliti og höndum. Tveir lögregluþjónar koma hlaupandi og skakka leikinn. Þeir taka og „járna“ tvo þá verstu og vitlausustu. „En hvað eigum við að 125
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==