Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
gera við þá?“ „Steinninn er líka fullur. Árni, Bjössi, Steini og Gvendur fóru inn í kvöld og tveir Norðmenn voru látnir inn áðan“. Þeir verða því að reyna að sefa þá og fara með þá heim. Slíkt er ekkert viðlit. Fylliraftarnir berj- ast um í járnunum, kasta sér niður í götuna og öskra. Það verður að hliðra til í tugthúsinu, flytja þá saman, sem fyrst komu og farnir eru ögn að sefast. En hvað tekur svo við? Enn eru margir „hópar“ drukkinna manna á götunni og nú er „slagur“ niðri hjá Íslandsbanka. 483 Síðar á millistríðsárunum kom veitingastaðurinn White Star í stað Fjallkonunnar. Honum lýsti Emil Björnsson svo: Í mínum augum var þetta óárennilegur staður. Svargrár reykjarmökkur fyllti salinn og vín- þefur vitin. Ekki heyrðist mannsins mál fyrir bláu saxófónvæli, skvaldri og glasaglamri. Hrindingar voru alltíðar á gólfinu og fyrir kom að hnefar skullu á nösum og lögregla var kvödd til. Einkum var slegist um dömurnar sem voru æði glæfralegar: Í flannalegum kjólum, eld- rauðar um kyssitauið og út á kinnar, sumar með níðþrönga, svarta hatta niður að augum, eins og skaftlausum pottum hefði verið hvolft yfir höfuð þeirra; lafandi sígarettur út úr munn- vikunum, sitjandi uppi í fanginu á ölvuðum slánum, daðrandi og dátt leikandi við þá. 484 Blaðið Spegillinn bendir á að stutt sé á milli fangelsis- ins á Skólavörðustíg og veit- ingahússins Fjallkonunnar. Þaðan þurfti stundum að „fleygja út“ drukknum mönnum, þrátt fyrir áfengisbann. Birt 1.11.1927. Hótel Hekla við Lækjartorg undir 1930. 126
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==