Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
væri að sitja fram eftir kvöldi við öldrykkju; ölið sem mátti selja á þessum stöðum var vitaskuld óáfengt en greinarhöfundur hélt því fram að sökum slælegs eftir- lits yfirvalda færi þar „fram meiri og minni áfengis- drykkja“. 488 Auk veitingastaða kom fólk saman í samkomu- húsum af ýmsum gerðum og dansaði. Slíkt sam- komuhald færðist mjög í aukana á ofanverðum milli- stríðsárunum eins og héraðslæknirinn á Blönudósi lýsti árið 1938: Yfirleitt er dansfíkn hér mikil á sumrin, svo haldin eru eitt eða fleiri böll um hverja helgi og er eins og hundi sé boðin heil kaka, ef eitthvað á að hafa til skemtunar með dansinum. Aftur á móti er lagt svo mikið upp úr jazzmúsikkinni, að hljómtrúðar eru fengnir með ærnum kostn- aði alla leið frá Akureyri eða Borgarnesi, þegar mikils þykir við þurfa. 489 Læknirinn staðhæfði að áfengisneysla væri veru- leg á þessum skemmtunum og hefðu „sumir ungir menn hér … þann sið að drekka sig fulla á samkom- um og vaða þar uppi með óróa“. 490 Svipaða sögu var að segja annars staðar af landinu á þessum tíma þó að vissulega væru þar undantekningar á. Gott dæmi um þetta er lýsing á samkvæmislífinu í Keflavík árið 1935: …Þær dansskemmtanir sem ég hefi séð síðustu árin eru þær ruddalegustu. Það er svo mikill munur á þeim og var í minni æsku og því minn- ist ég á þetta. Ég vil taka til dæmis, að engum hefði dottið í hug í þá daga, að fara inn á dans- leikinn með hattinn á höfðinu og þá því síður að fara í yfirhöfninni og með vindilinn eða cigarettuna í munninum. Hver „dama“ hefði neitað slíkum „kavaler“. Þá sást aldrei „dama“ drukkin á dansleik, en nú kemur það oft fyrir. 491 Lýsingar af þessu tagi eru vitnisburður um afstöðu til bannsins og afleiðingar þess: bannið var ekki virt og fólk fór sínu fram. Við það sköpuðust vandamál vegna þess að ekki var gert ráð fyrir „rými“ fyrir þessa neyslu, fólk lærði að pukrast með áfengi, sem yfirleitt var af sterkasta tagi, og valdi sjálft vettvanginn fyrir neyslu þess. En ofangreindar frásagnir eru þó ekki síður vitnisburður um að eldri kynslóðin átti erfitt með að sætta sig við umfangsmiklar samfélags- og menningarbreytingar tímabilsins. Neysla og sala áfengis Jóhann Jósepsson lýsti í þingræðu árið 1924 hvernig honum virtist vinsældalisti þeirra sem drukku áfengi hér á landi líta út; athygli vekur að löglega áfengið, vínin, eru ekki í fyrsta sæti: Jeg veitti því eftirtekt, að fyrir nokkrum árum drukku menn hármeðul … og þá sjerstaklega hið svokallaða „Bayrum“, en nú held jeg, að því sje að mestu hætt, af því að mönnum hafa opnast aðrar leiðir til að útvega sjer áfengi til drykkjar. Fyrst og fremst er þetta iðnaðar áfengi, í öðru lagi hin spænsku vín, og í þriðja lagi vín, sem menn búa til í landinu sjálfu, sem jeg hygg, að farið sje að búa til allvíða. 492 Erfitt er aðmeta áfengisneyslu út frá tölumum sölu á áfengi, enda var áfengisneysla ekki eingöngu bundin við vökva sem voru ætlaðir til drykkjar. Menn drukku allt mögulegt annað eins og fram hefur komið, auk smyglaðs varnings og heimalagaðrar framleiðslu. Á fjórða áratugnum var það nýjung að sýna kvikmynd sem tengdist baráttu gegn áfengsineyslu. Morgunblaðið 2.8.1933. 128
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==