Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Fyrst eftir tilkomu Spánarvínanna seldust þau allvel og héraðslæknirinn í Reykjavík taldi sig verða varan við aukna áfengisneyslu, ekki síst meðal ung- linga. 493 En fljótlega dró úr vinsældum þeirra. Spánar- vínin virtust ekki eiga greiða leið að hjörtum landans. Þau þóttu dýr. Ýmsir töldu líka að þau hentuðu ekki vel, „þau hressi ekki nje hiti, t.d. í erfiðum ferðalögum, þá sje dauf spíritusblanda miklu hagkvæmari og holl- ari“. 494 Sem dæmi um „hyllina“ sem þau nutu má nefna að héraðslæknirinn í Vopnafirði gat þess í skýrslu árið 1932 að Spánarvín hefðu „ekki sézt hér 2 síðustu árin, enda aldrei verið í neinum metum hér.“ En hvað drukku menn þá? Jóhann Jósepsson átti svar við því, eins og lýst var hér að ofan. Lýsingar hans gátu margir læknar staðfest, t.d. héraðslæknirinn í Grímsnesi sem staðhæfði að menn drykkju „eingöngu heimabrugg, „Höskuld“ eða „Landa“; er það hvorttveggja hinn and- styggilegasti drykkur. Hefi ég bragðað tvær tegundir af slíkum varningi; var annar á litinn eins og jökulvatn og megn fýla af, og er þeimmönnum ekki klígjugjarnt, sem geta rennt slíku niður.“ 495 Hér að framan hefur verið nefnt að vinsældir víns voru mun minni en sterkra drykkja. Sést þetta skýrt af yfirliti um sölu ÁVR árið 1935 en það var fyrsta árið sem sala á sterku áfengi var leyfileg og þá varð ljóst hvers konar áfengi Íslendingar vildu og höfðu vanist á að drekka meðan bannið stóð yfir. Langmest var selt af brennivíni, eða tæpir 140.000 lítrar, og var það hátt í 60% af heildarmagni sterks áfengis sem selt var það ár. Vinsældir þess má skýra á ýmsan hátt. Það var ódýrt, að minnsta kosti í fyrstu, og kostaði litlu meira en vínflaska. Þá líktist það líka mest því áfengi sem margir höfðu vanist, var einfaldlega inn- fluttur spíritus blandaður með vatni og bragðefnum en svipað áfengi hafði einkum verið á boðstólunum á bannárunum (iðnaðarspíri, læknabrennivín). Tæp 20% af innfluttu sterku áfengi var viskí og rúm 8% ákavíti. Sénever náði rúmu einu prósenti og heldur meira var selt af rommi. Til samanburðar skal þess getið að á sama tíma voru einungis seldir 45.000 lítrar af léttum og „heitum“ vínum og er það um 15% af heildarmagni áfengis sem var flutt inn. Hér er einnig athyglisvert að sterkari tegundirnar hafa vinninginn; vínið var einungis um þriðjungur af heildarmagni í þessum flokki en „heitu“ vínin 2/3. 496 Söluaukninguna sem varð hjá Áfengisversluninni árið 1935 þegar leyft var að selja sterkt áfengi ber ekki Steingrímur Matthíasson læknir um„landann“. „Í nokkur skipti hefir mér verið boðið að bragða, og hefi ég þá, hlýðandi orðum postul- ans, „reynið og prófið alla hluti“, og meðfram af embættisskyldu, sopið á til að forvitnast um drykksins bragð og varasömu náttúru. Það hefir í tvö skipti vakið furðu mína, hve vel hafði tek- ist bruggunin, en einnig hefi ég séð gráleita og grugguga blöndu, er mér fannst ódrekkandi. … Mér er sagt að sumstaðar í sveitinni séu að verða svo mikil brögð að heimadrykkjuskap, að húsmæður beri sig illa og kvarti sárt yfir því. Sagði einn kunningi minn að nú væri að renna upp ný öld. „Áður komu menn fullir úr kaupstað − nú koma þeir fullir úr sveitinni“ … Frá sjónarmiði vínhneigðra alþýðumanna má skoða framkomu landans á sjónarsviði sögu vorrar, sem hugulsama forsjónarinnar jafnréttistilhögun til bráðabirgða. − Fátæki maðurinn hefur fengið sinn snaps eins og hann æskti eftir og getur nú kotroskinn skálað við hina mörgu samseku, síbrotlegu viský­ smyglandi höfðingja landsins, sem hafa svo að segja allt af getað lifað og leikið sér fyrir öllum bannlagavörðum eins og ekkert bann væri til, meðan hins vegar hinir umkomuminni urðu að sætta sig við suðuspritt, „glussa“, pólitúr og annan óþverra, en fara í steininn ef uppvíst varð um smyglun heilnæmari drykkja.“ ÞÍ. Skjalasafn landlæknis, héraðslæknirinn á Akureyri 1931 (Steingrímur Matthíasson), 10−12. 129

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==