Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

upplýsingu um bindindis- og áfengismál og aðstoða yfirvöld og löggæslumenn við að halda uppi hlýðni við áfengislögin. Fjallað verður um það hvernig bind- indishreyfingin náði að takmarka umsvif áfengis- verslunarinnar í krafti laga um héraðabönn en það átak náði hámarki á sjötta áratugnum þegar einungis var hægt að kaupa áfengi í þremur kaupstöðum á landinu. Allt fram á níunda áratuginn voru atkvæða- greiðslur um fjölgun útsalna tvísýnar og víða hlutu þær ekki brautargengi. Fjallað verður um sameiningu Áfengisverzlunar ríkisins og Tóbakseinkasölu ríkisins í eitt stöndugt fyrirtæki sem skipti máli fyrir afkomu ríkissjóðs. Sagt verður frá því að oft var hart sótt að starfsmönnum fyrirtækisins þegar kom að framkvæmd áfengis- laga. Viðskipti ríkiseinkasölunnar við umboðsmenn þekktra áfengis- og tóbakstegunda gátu líka orðið ásteytingarsteinn og valdið deildum í samfélaginu. Á hinn bóginn var engin alvarleg atlaga gerð að rekstrarformi ÁTVR fram á níunda ártuginn. Stærsta formbreytingin var að tengslin við Lyfjaverzlun ríkis- ins voru rofin en það gerðist þó ekki endanlega fyrr en 1986. Tóbaksmálin verða tekin til umfjöllunar, en fram til um 1970 giltu á Íslandi mun frjálsari reglur um sölu og neyslu á tóbaki en um sölu og neyslu áfengis. Dreifing á tóbaki var jafnan ólík sölu á áfengi þar sem hún átti sér stað í almennum verslunum. Þá má nefna að einkasala var á eldspýtum frá 1934 til 1986. Á sjöunda og áttunda áratugnum fór áfengisneysla Íslendinga ört vaxandi, þrátt fyrir að aðgengi að áfengi ykist ekki að marki. Útsölustöðum og vínveit- ingastöðum fjölgaði hægt og sígandi. Sala á áfengu öli var ekki leyfð þótt tæpur helmingur alþingismanna væri orðinn því fylgjandi um 1970. Rakið verður hvernig verðstefna ÁTVR hafði áhrif á neyslumynstrið og neysla á sterkum drykkjum fór hlutfallslega minnkandi en jókst að sama skapi á léttum vínum, sérstaklega frá seinni hluta áttunda áratugarins og fram að því að bjórinn kom í sölu. Áfengiskaup í fríhöfn voru kapítuli útaf fyrir sig en segja má að fríhafnarverslunin hafi aukið aðgengi að áfengi og þó einkum áfengu öli. Þar markaði tímamót þegar almennt leyfi var veitt fyrir innflutningi á til- teknu magni af bjór í gegnum fríhöfnina 1980. Í þriðja hlutanum hverfist frásögnin mest um fyrirtækið sjálft en verður tengd við samfélagsþró- unina eftir því sem við á. Frásögnin hefst á afnámi bjórbannsins 1989 sem hafði mikil áhrif á fyrirtækið og styrkti stöðu þess. Ákvarðanir um fjölmörg atriði í sambandi við lögleiðingu bjórsins, eins og skatt- lagningu, stærð sölueininga, styrkleika bjórs og val á tegundum, innlendum sem erlendum, voru í hönd- um fjármálaráðuneytisins og forstjóra ÁTVR. Fjallað verður um deilurnar sem urðu um val á erlendum bjórtegundum og þá miklu hagsmuni sem voru í húfi. Bjórinn varð vinsælasti áfengi drykkurinn meðal allra þjóðfélagshópa og gerði áfengisneyslu hversdagslegri en áður hafði verið. Bjórinn færði áfengisneysluvenj- ur Íslendinga nær drykkjuvenjum þjóðanna í Norð- ur-Evrópu, þótt dagleg neysla áfengra drykkja, hvort sem var með mat eða sem hressing, yrði ekki siðvenja. Rakið verður hvernig pólitískar ákvarðanir leiddu til grundvallarbreytinga á fyrirtækinu. Lögum sam- kvæmt hafði ÁTVR einkarétt á framleiðslu áfengis og hafði lengi framleitt áfengi fyrir innanlandsmarkað. Fyrirtækið reyndi fyrir sér með útflutning á vodka en sú markaðsfærsla tókst ekki. Á sama tíma var ÁTVR komið í samkeppni við einkafyrirtæki sem nú höfðu fengið leyfi til framleiðslu á áfengi. Það var svo póli- tísk ákvörðun að í einkavæðingarátaki ríkisstjórnar- innar á tíunda áratugnum var framleiðsludeild ÁTVR seld. Breytingarnar sem urðu á gömlu áfengisútsöl- unum er þær urðu að nútímalegum vínbúðum verða teknar til umfjöllunar en þær má rekja til þess að öll verslun í landinu breyttist. Í stað hverfaverslana og afgreiðslu yfir búðarborð komu verslunarmiðstöðvar, lengri afgreiðslutími, kortanotkun og vefverslun. Fjallað verður um það hvernig þessar nýjungar náðu einnig til vínbúðanna og að gamla viðhorfið, að aðeins mætti selja áfengi gegn staðgreiðslu, vék fyrir nýrri viðskiptaháttum eins og greiðslukortum. Markmið ÁTVR varð að vínbúðirnar mynduðu verslanakeðju 13

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==