Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Málsmetandi fólk hvetur stjórnvöld til þess að stöðva sölu á áfengi árið 1939 eftir að styrjöld var skollin á. Morgunblaðið 17.12.1939. fram að ástandið mundi lagast þegar farið væri að selja sterku vínin, enda hefði því verið haldið fram að „áhrif ljettu vínanna og „landa“ sem þá var að koma í umferð, gerðu menn frávita og stjórnlausa“. En svo varð ekki að sögn Jóns. Eftir að farið var að selja sterkt áfengi „keyrði fyrst úr hófi með drykkjuskap manna og þá sjerstaklega sjómanna og unglinga“. Svo væri komið að vart væri mögulegt að halda „opin- berar samkomur fyrir drykkjuskaparlátum ósiðaðra manna“. Sérstaklega var ástandið slæmt við höfn- ina þegar skip voru inni. Þurfti þá jafnan að „draga hálfdauða sjómenn úr höfninni“ auk þess sem menn „börðust um borð í skipi og rifu fötin hver af öðrum og margar nætur var hreinn bardagi ölvaðra manna á hafnarbakkanum“. 510 Morgunblaðið deildi áhyggjum margra annarra af ofneyslu og illri meðferð á áfengi. Blaðið hvatti til umræðu árið 1938, enda væri hryggðarefni að sjá um hverja helgi í Reykjavík „fjölda æskumanna meira og minna ósjálfbjarga af ofdrykkju, og er hávaði og söng- ur þeirra svo mikill, og það heilar næturnar í gegn að fólk fær ekki svefnfrið í húsum. Þessi drykkjuskapur stendur oftast eða altaf í sambandi við dans-skröll, sem virðast vera orðin fastur liður í skemtanalífi bæj- arins.“ 511 Margir höfðu einnig sérstakar áhyggjur af aukinni áfengis- og tóbaksneyslu hjá hinni „uppvax- andi kvenþjóð“. Nefndi Morgunblaðið sem skýringu „„klúbb“-skröll um helgar“ og kvað þau vera gróðrar- stíu „margskonar ómenningar og spillingar“; blaðið var íhaldssamt og fagnaði ekki breytingum á stöðu kvenna. Morgunblaðið hvatti einnig til þess að tekin væri upp þegnskylduvinna þar sem ungum mönnum væri kennt að hlýða. 512 Engar endanlegar sönnur verða færðar á að ástandið hafi versnað á millistríðsárunum. Ljóst er þó að áfengislagabrotum fjölgaði um meira en helming í Reykjavík á árabilinu 1920–1937. Á sama tíma fjölg- aði bæjarbúum reyndar líka um meira en helming. Af gögnum að dæma virðist áfengissýki hafa verið orðin umtalsvert vandamál í Reykjavík um og upp úr 1940. Þá var rætt um að samkvæmt „upplýsingum sakadómara og lögreglustjóra“ væru „yfir 40 menn í Reykjavík, sem telja verður aumingja vegna áfengis- nautnar“. Árið 1943 var rætt um að þeir notuðu eink- um „hárvötn til að viðhalda daglegu ölæði sínu“. 513 Áfengisvarnir og bindindis­ hreyfingin Sem fyrr getur vann Góðtemplarahreyfingin að útbreiðslu bindindis og það gerðu ungmennafélögin líka. Félagar í ungmennafélögunum hétu því þannig að neyta ekki áfengis og var svo allt til 1933 að ákvæði þess efnis var numið úr lögum Ungmennafélags Íslands. 514 Mjög dró úr styrk bindindishreyfingarinn- ar eftir að lög um áfengisbann tóku gildi, takmarkinu virtist náð og mörg þeirra leystust upp eftir bann. 515 Margir fyrrum stuðningsmenn hættu stuðningi við hreyfinguna, ekki síst þeir sem nauðbeygðir höfðu gengið til liðs við hana sökum mikilla stjórnmála- áhrifa hennar. Sumir helstu forystumenn templara urðu jafnvel meira en mildir í baráttunni og þóttu 133

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==