Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
læknar úr þeirra hópi t.d. gefa freklega út áfengislyf- seðla meðan læknabrennivínið var ein helsta áfengis- uppspretta almennings. 516 Þegar árið 1911 benti hér- aðslæknirinn á Dalvík á að í kjölfar bannsins hefði dregið mjög úr samhug fólks og baráttuanda gegn áfengi. 517 Félagsmönnum snarfækkaði. Árið 1908 voru þeir ríflega 6700 en ekki nema rúmlega 2500 árið 1918. En síðan efldist starfsemi reglunnar á ný og undir 1940 var fjöldi meðlima hátt í tíu þúsund. Bryddað var upp á nýjungum innan bindindishreyf- ingarinnar um 1930 og ný bindindisfélög urðu til. Sérstök bindindisfélög innan skólanna hófu starfsemi um þetta leyti (bindindisfélag var stofnað í Mennta- skólanum í Reykjavík 1931). Þau höfðu með sér samtök, Samband bindindisfélaga í skólum, stofnað 1932, og stóðu m.a. fyrir því að 1. febrúar var gerður að baráttudegi gegn áfengisneyslu, svokölluðum bindindisdegi. Í sambandinu voru fulltrúar félaga úr flestum gagnfræðaskólum landsins, menntaskól- unum tveimur, Háskólanum, Kennaraskólanum og Samvinnuskólanum en athygli vekur að iðnskólarnir virðast ekki hafa átt þar fulltrúa. 518 Þrátt fyrir að hreyfingin styrktist á ný gat verið erfitt að „halda dampi“, að halda uppi samfellu í starfi hjá stúkum víða um land, og félagar höfðu mikla til- hneigingu til að heltast úr lestinni. Stundum kom fyrir að markmiðin gleymdust eins og Hofsóslæknir skýrði landlækni frá 1932: „Barnastúka hjer í Þorpinu, hjelt afmælisfagnað s.l. haust. En það grátbroslega vildi til, að samkoman endaði í furðanlega almennri ölvun. Nýfermdir unglingar urðu sumir dauðadrukknir og spúðu eins og fýlungar. Eintómur „landi“ kvað hafa verið drukkinn.“ 519 Eftir nokkra ládeyðu á fyrri hluta fjórða áratug- arins efldist hreyfingin á „þeirri drykkjuöld, [afnám bannsins 1934] er þá hefst“, segir Arnór Sigurjóns- son í riti sínu Um bindindisfræðslu . 520 Til dæmis var stúka á Höfn í Hornafirði endurreist árið 1935 en hún hafði áður lognast út af. Fréttnæmt var einnig úr plássinu að allt ungt fólk innan við tvítugt var í barna- stúku. 521 Bindindismenn boðuðu til Þingvallafunda og strengdu heit. Morgunblaðið hvatti til bindindis; blaðið hafði fram að þessu yfirleitt tekið málstað and- banninga en eftir að bannið var afnumið tók blaðið æ Stúkufólk á Siglufirði í skrúðgöngu, líklega á fjórða áratugnum. 134
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==