Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Alþýðan gegn áfengisnautninni, grein úr Alþýðublaðinu „Lenin sagði, að drykkjuskapur og drykkjusiðir leiddu þjóðirnar aftur á bak til auðvaldsskipu- lagsins, en bindindi fram á leið til sósíalismans. Enginn maður með óbrjálaða dómgreind getur efast um sannleiksgildi þessara orða, enginn getur efast um að áfengisnautn er stórfeld hindrun á vegi alþýðunnar til aukinnar menn- ingar og bættra lífskjara.“ „Alþýðan gegn áfengisnautninni“. Alþýðublaðið 6. mars 1935, 3. Andstæðingar áfengisneyslu kærðu Áfengisverslunina fyrir að selja áfengi á Þor­ láksmessu og aðfangadag árið 1935 og töldu það lögbrot. Morgunblaðið 15.2.1936. oftar málstað bindindishreyfingarinnar. En Mogginn vildi að bindindisstarfsemin hefði á sér „karlmann- legan og drengilegan blæ“ og er sú hugsun nokkuð á skjön við áhyggjur blaðsins af aukinni áfengisneyslu kvenna. Ekki væri nóg að vera með umvandanir og fortölur. Brýnt væri að venja unglinga á útivinnu og íþróttir, enda væru þess mörg dæmi að þeir sem sköruðu fram úr á íþróttavellinum − hér á blaðið fyrst og fremst við karlmenn − gerðu það einnig síðar í atvinnulífinu. 522 Innan verkalýðshreyfingarinnar var einnig rík hefð til að vinna gegn áfengisneyslu, enda var hún talin draga úr baráttuþreki hreyfingarinnar og stuðla að eymd og vanlíðan verkafólks. Frumkvöðlar í bind- indishreyfingunni voru iðulega einnig frumkvöðlar í verkalýðsbaráttunni, til dæmis Sigurður Eiríksson, kallaður regluboði. Sigurður hafði m.a. frumkvæði að því að stofna sjómannafélög á Eyrarbakka, Stokkseyri og í Keflavík og tók þátt í starfi verkalýðshreyfingar- innar eftir það. 523 Síðar varð Alþýðuflokkurinn (stofn- aður 1916) róttækastur stjórnmálaflokka á þessu sviði og taldi að verkalýðnum stafaði „mest hætta af áfeng- inu … Drykkfelld alþýða, sundruð og fákunnandi, stendur illa að vígi í stéttabaráttunni“. Þess má geta að á 10. þingi Alþýðusambandins árið 1930 var hvatt til þess að þegar yrði hafist handa við afnám Spánar- samninganna og eftirlit hert með ólöglegum innflutn- ingi og sölu áfengis. 524 Flokkurinn gagnrýndi aðra flokka fyrir linkind í baráttunni, einnig Framsóknar- flokkinn, sem þó þótti róttækur í þessum efnum. Fjölmargar leiðir voru reyndar til þess að draga úr áfengisneyslu. Að því unnu bæði frjáls félagasamtök og stofnanir á vegum hins opinbera. Eins og lýst hefur verið hér að framan var einatt brugðið á það ráð að reyna að gera aðgengi að áfengi sem erfiðast. Í þessu skyni var sett reglugerð eftir reglugerð og reynt að setja undir alla leka með ströngum reglum og hertum refsingum „til að bregðast við ímynduðum þörfum þorstlátra manna“. Sú leið var af mörgum talin væn- legust til að lækna „áfengisþyrsta“ menn að fara með þá eins og „keipótta krakka“ og aga þá til hlýðni. 525 135

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==