Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Auk regluveldisins urðu skyndilokanir áfengisversl- ana vinsælar um og eftir miðjan fjórða áratuginn, til dæmis fyrir stórhátíðir. Að mati Jóns Benediktssonar lögregluþjóns á Akureyri árið 1939 var heppilegt að grípa til skyndilokana, til dæmis við vertíðarlok eða aðra daga þegar búast mátti við miklum fjölda sjó- manna í bænum. Nefndi hann dæmi um að þegar það hefði verið gert hefði ástandið gerbreyst til batn- aðar. 526 Um þetta voru þó ekki allir á eitt sáttir. Að mati forstjóra ÁVR höfðu skyndilokanir lítið að segja og leiddu aðeins til aukinnar leynivínsölu, bruggunar og vaxandi smygls, enda lærðu menn fljótt á skyndi- bönn, bæði almenningur og leynivínsalar. Niðurstaða forstjórans var sú að skyndilokanir væru viðsjárverð- ar, enda yrðu þær til þess að „snúa almenningsálitinu á sveif með notkun ólöglegs áfengis“. 527 Með nýjum áfengislögum 1935 var gert ráð fyrir stofnun áfengisvarnanefnda og embættis ráðunauts í áfengismálum. Þá var jafnframt sett reglugerð um bindindisfræðslu og fjallaði hún aðallega um áfengis- fræðslu í skólum landsins. Í 1. gr. reglugerðarinnar sagði að bindindisfræðsla væri hverskonar fræðsla um eðli áfengra drykkja og áhrif þeirra á mannlegan líkama og sálarlíf og fræðileg útskýring þeirra áhrifa, sem áfengis- nautn hefir á þjóðfélagið í heild sinni, enn fremur lýsing og skilgreining á þeim leiðum, sem reyndar hafa verið, til útrýmingar áfengis- nautn, og frásögn um baráttuna gegn áfengi utanlands og innan. 528 Samkvæmt nýju áfengislögunum áttu áfengis­ varnanefndir og ráðunauturinn í áfengismálum að leiða baráttuna gegn áfengisvandanum í landinu. Þar með var því lýst yfir að hinu opinbera bæri að taka forystuna í þessum málum en áður höfðu frjáls félagasamtök leitt baráttuna. Í reglugerð sem var sett í kjölfar laganna sagði að skipa ætti áfengisvarnanefndir í öllum hreppum og kaupstöðum. Nefndarmenn áttu að vera þrír í hreppum, sjö í kaupstöðum en níu í Reykjavík. Tekið Frá umræðu um áfengislögin á Alþingi. Vísir – þingfréttir 11.12.1934. 136

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==