Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

Samkomuhús templara voru víða um land. Þetta hús var á Ísafirði. Húsið brann árið 1930. var fram að konur jafnt sem karlar væru kjörgeng og þess sérstaklega getið að sökum starfsviðs nefndanna sé „nauðsynlegt að konur taki þátt í störfum þeirra“. 529 Hlutverk áfengisvarnanefndanna var að efla bindindisstarfsemi og koma í veg fyrir misnotkun áfengis, stuðla að fræðslu og reyna að koma í veg fyrir alla ólöglega notkun áfengis. Þær áttu einnig að útvega stjórnvöldum upplýsingar um ástand áfengis- mála, vinna að því að koma ofdrykkjumönnum til aðstoðar til að þeir geti „vanizt af áfengisnautn“ og að hafa afskipti af heimilum drykkjumanna. Samkvæmt reglugerðinni höfðu áfengisvarnanefndir heimild til þess að „rannsaka ástandið hjá viðkomandi manni, eða á viðkomandi heimili, og taka skýrslu um það af fjölskyldunni eða öðrum, sem vel þekkja til og vitnis- bærir eru“. Jafnframt var tekið fram að nefndirnar gætu krafist aðstoðar og upplýsinga hjá yfirvöldum um einstaka menn. Mættu menn ekki fyrir nefnd þrátt fyrir beiðni um það, mátti leita aðstoðar lög- reglu. 530 Tekið var fram í reglugerð um sölu áfengis frá 1940 að áfengisvarnanefndum væri heimilt að fylgjast með póstsendingum áfengisverslana til ein- stakra manna. 531 Síðar átti eftir að reyna á upplýsingaskyldu gagn- vart áfengisvarnanefndunum og forsvarsmenn sumra þeirra töldu sér jafnvel heimilt að fá skrá yfir alla þá sem pöntuðu áfengi á tilteknum stöðum þar sem ekki var áfengisútsala. Tilgangurinn var sagður vera að að hafa upp á leynivínsölum. 532 Útibússtjórar Áfengis- verslunarinnar voru mishrifnir af eftirlitsstörfum áfengisvarnanefndanna og töldu jafnvel vandséð hvernig ætti að verða við kröfum þeirra, eins og úti- bússtjórinn á Ísafirði lýsti í bréfi til forstjóra ÁVR í ársbyrjun 1939. Benti hann á að í sínu umdæmi væru líklega starfandi um 40 áfengisvarnanefndir og krefð- ust forsvarsmenn sumra nefndanna þess að fá „skrá yfir áfengisúttekt allra íbúa síns hrepps eftir hvern mánuð“. Í raun væri áfengisútsalan þar með komin með um 40 yfirboðara og þyrfti líklega að senda hverjum þeirra álíka margar skýrslur mánaðarlega. Tónninn í bréfi útibússtjórans gaf til kynna að slíkt væri nánast óframkvæmanlegt. 533 Sums staðar létu útibússtjórarnir upplýsingar af þessu tagi í té og sendu nákvæmt yfirlit um tegundir og magn sem hver og einn viðskiptavinur hafði keypt. Annars staðar voru þeir tregir til og bentu á að upp- lýsingarnar væru ekki áreiðanlegar, enda altítt að menn slægju sér saman um nokkrar flöskur til þess að spara kostnað. Þá voru nefndarmenn áminntir um að fara með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og misnota þær ekki á nokkurn hátt. 534 Nánar verður fjallað um starfsemi áfengisvarnanefnda síðar í ritinu. Yfirlit Þrátt fyrir áfengisbann hætti fólk ekki að drekka áfengi. Sums staðar og við ákveðin tækifæri var neyslan vel sýnileg og áfengissýki og ofdrykkja var vel þekkt. Þessi einkenni urðu skýrari eftir afnám banns- ins, enda jókst þá neyslan. Yfirvöld og fjölmiðlar höfðu áhyggjur af þessari þróun, ekki síst aukinni áfengisneyslu kvenna, og ákveðið var að efla áfengis- varnir með stofnun áfengisvarnanefnda og embættis ráðunauts í áfengismálum. Þá var eftirlit með sölu hert að nýju. Bindindishreyfingin efldist á fjórða áratugnum og verkalýðshreyfingin beitti sér einnig af einurð gegn áfengisneyslu, enda voru frá öndverðu náin tengsl á milli verkalýðshreyfingarinnar og bind- indishreyfingarinnar. 137

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==