Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

með sterkan heildarsvip, mótaðan af stöðluðum inn- réttingum og einkennisklæddu starfsfólki, þjálfuðu í vínfræðum. Bein og óbein áhrif frá viðskiptalífinu og stjórn- unarfræðum verða tekin til umræðu. Fyrir áhrif frá einkageiranum voru teknar upp nýjar stjórnunarað- ferðir í fyrirtækinu. Greint verður frá því hvernig umfangsmeiri starfsemi með nýjum höfuðstöðvum og fleira starfsfólki varð tæknivæddari. Fyrirtækinu var skipt í deildir, starfsmannastefna varð markviss- ari og starfsfólk var virkjað í stefnumótunarvinnu og gæðakannanir teknar upp. ÁTVR varð með fyrstu opinberu fyrirtækjunum til að marka stefnu í umhverfismálum, gera jafnréttisáætlun og setja siða- reglur. Þá verður lítillega kannað hvernig ólögleg sala og tilbúningur á áfengi virðast alltaf öðru hvoru hefja samkeppni við áfengisverslunina. Samkeppnin hefur þó orðið meiri við vaxandi fríhafnarverslun með áfengi, í takt við aukin ferðalög landsmanna. Sagt verður frá könnunum á áfengisneyslu og neyt- endahópnum og breytingum á neyslumynstri. Einnig verður gerð grein fyrir könnunum á viðhorfum við- skiptavina til þess hvaða þjónustu ÁTVR á að veita. Fjallað verður um áhrifin sem aðild Íslands að Evr- ópska efnahagssvæðinu árið 1994 hafði fyrir rekst- ur Áfengisverslunarinnar. Líkt og hinar norrænu einkasölurnar varð ÁTVR að leggja niður heildsölu á áfengi og smásala áfengis varð meginviðfangsefnið. Í kjölfarið var lögð áhersla á meiri þjónustu við við- skiptavinina, m.a. með fjölbreytni í vöruvali. Allt frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur áfengisneysla farið vaxandi og tilfærslan frá sterku áfengi í létt vín og bjór haldið áfram. ÁTVR hefur alltaf heyrt undir fjármálaráðuneytið og allar verð- breytingar hafa verið rökstuddar með því að afla þyrfti ríkinu meiri tekna. Sýnt verður hvernig raun- verð áfengis lækkaði og hlutdeild hagnaðar af áfengis- sölu í tekjum ríkisins minnkaði. Í ritinu fá átökin um áfengið nokkuð rými en á fyrri hluta aldarinnar voru þau aðallega á forsendum bindindishreyfingarinnar sem stillti málinu þannig upp að möguleikarnir væru tveir: bann eða ekki bann. Á seinni hluta aldarinnar bættust við ágreiningsefni sem tengdust viðskiptahagsmunum: hvaða áfenga drykki á að selja, hversu mikið og hver á að selja þá? Átök eru því einn af drifkröftunum í 90 ára langri sögu Áfengisverslunarinnar. Segja má að síðasti ára- tugurinn í sögu ÁTVR hafi einkennst af breytingunni úr hefðbundnu ríkisfyrirtæki í þjónustustofnun með samfélagslega ábyrgð. Stefnan sem tekin var um ritun verksins leiðir til þess að víða er leitað fanga um heimildir. Fyrst má geta þess að nokkuð hefur verið fjallað um þetta efni áður, en mest af því efni er í óbirtum ritum. Gott yfirlit er að finna í kandídatsritgerð Ásgeirs Guð- mundssonar um áfengisbannið (1915−1935) en þar rekur hann einnig sögu bindindishreyfingarinnar og áfengismála á 19. öld og fyrstu áratuga 20. aldar. Bók Arnars Guðmundssonar og Unnars Ingvarssonar, Bruggið og bannárin, fjallar, eins og titillinn gefur til kynna, einkum um bannárin og ólöglega fram- leiðslu á áfengi. Þá hefur Óttar Guðmundsson fjallað um sögu áfengismála í bók sinni, Tíminn og tárið. Íslendingar og áfengi í 1100 ár . Steinn Kári Steinsson skrifaði MA-ritgerð um stefnu íslenska ríkisvaldins í áfengismálum frá 1934 til ársins 1995. Nær í tíma er MPA-ritgerð Ívars J. Arndal þar sem hann rakti þær breytingar sem urðu á ÁTVR frá miðjum níunda ártugnum til 2005. Mikilvægustu heimildir þessa verks eru þó vafa- laust frumheimildir, þ.e. skjöl ÁTVR og önnur skjöl á Þjóðskjalasafni, skjöl landlæknisembættisins, skjöl 1. skrifstofu Stjórnarráðsins, síðar dóms- og kirkju- málaráðuneytisins. Nokkur vonbrigði voru að upp- götva að stór hluti elstu skjala ÁTVR hefur farið forgörðum, sennilega við flutning fyrirtækisins fyrir tæplega hálfri öld. Á móti kom að sum þeirra skjala hafa verið varðveitt í skjalasafni Stjórnarráðsins. Skjalasafn landlæknisembættisins var einnig kannað í því skyni að fá yfirlit yfir áfengisneyslu og -menningu sem víðast á landinu á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir 1940. Í ljós kom að þar var oft fjallað ítarlega um þessi efni. Blöðin voru einnig mikilvæg 14

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==