Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

uppspretta fróðleiks. Valin voru úr nokkur blöð, ekki síst með hliðsjón af afstöðu til áfengismála og útgáfu- stað. Alþingistíðindi hafa að geyma marga mikilvæga vitnisburði um þessa sögu og Stjórnartíðindi greina frá þeim formlegu – og síbreytilegu – reglum sem stuðst hefur verið við varðandi áfengi og áfengismál. Ævisögur voru einnig kannaðar og tímaritsgreinar eftir þörfum. Rit Babor o.fl. Alcohol. No Ordinary Commoditity. Research and Public Policy , var afar gagnlegt til að fá yfirlit yfir nýjar rannsóknir á áfengispólitík og mikil- vægu hlutverki ríkisrekinnar áfengissölu fyrir lýð- heilsu. Nýleg sagnfræðirit um ríkisreknu áfengisversl- anirnar á Norðurlöndum voru höfð til hliðsjónar við sögu íslensku áfengisverslunarinnar, þótt ekki sé um neinn kerfisbundinn samanburð að ræða. Gott var að hafa aðgang að nýlegum fræðiritum um gang þessara mála í Færeyjum og Noregi: Rúsdrekka –siðir og ósiðir eftir Elinu Súsönnu Jacobsen, og rit Olav Hamran og Christine Myrvang, Fiin gammel. Vinmonopolet 75 år . Rekstrarform norsku og færeysku áfengisverslananna eru tiltölulega lík þeirri íslensku, nema hvað norska áfengisverslunin selur eingöngu sterkasta bjórinn. Í Svíþjóð hefur Lennart Johannsson skrifað Systemet lagom um tímabilið 1900–1922, þegar baráttan um bannið stóð sem hæst, en Svíar höfnuðu banni en tóku upp svonefnt Bratt-kerfi sem var eins konar skömmtunarkerfi. Sami höfundur hefur svo fjallað um sænska áfengisstefnu og áfengismenningu 1855– 2005 í ritinu Staten, Supen och Systemet. Saga Alko, finnsku áfengiseinkasölunnar, hefur líka verið skrifuð á finnsku en var ekki aðgengileg höfundum þessa rits. Níutíu ára saga ÁTVR er viðbót við þessar rannsóknir og tekur jafnframt mið af þeim. Það er von höfunda að af þessu riti spretti fleiri rannsóknir á áfengisstefnu Íslendinga og þætti ÁTVR í henni. 15

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==