Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

1. Áfengi og bindindi fram að banni Forsaga Engin leið er að gera grein fyrir áfengisnotkun á fyrri öldum til nokkurrar hlítar, enda ekki markmið þessa verks. Tvennt má þó staðhæfa með nokkurri vissu: áfengisneysla í landinu er jafngömul búsetu og áfeng- isneysla virðist aldrei hafa verið mjög ríkur þáttur í neyslu eða menningu þjóðarinnar, samanborið við til dæmis Suður-Evrópu þar sem vín var dagleg neyslu- vara eða Mið-Evrópu þar sem öls var neytt daglega. Öldrykkja mun hafa verið kunn hérlendis frá fornu fari og er oft getið um drykkju á öli í Íslend- ingasögum. 1 Ölgerð mun einnig hafa verið stunduð í landinu og sérstök hús til þeirra nota, m.a. á biskups- stólunum, nefnd hituhús. Stöku menn voru jafnvel kallaðir ölgerðarmenn. 2 Aðrir seldu öl á mannamót- um. Þórhallur Ölkofri hafði m.a. þann starfa á Alþingi í kringum árið 1000 eins og segir frá í Ölkofra sögu. 3 Með kristnitöku kom vín til sögunnar og er þess ekki síst getið í tengslum við skort á innfluttu víni. Þegar það bar við var messuvín bruggað úr krækiberjum og notað við kirkjulegar athafnir þó að það væri ekki talið æskilegt. 4 Víni kynntist fólk þó ekki eingöngu í kirkjum. Þeir sem fóru til annarra landa hafa kynnst víni þar, til dæmis ýmsir helstu höfðingjar Sturlunga á 13. öld. Örlög eins þeirra, Þórðar kakala, þess mikla baráttumanns, urðu raunar þau að hann fékk aðsvif í eða eftir drykkjuveislu sem hann hélt til að fagna því að konungur hafði veitt honum fararleyfi til Íslands. 5 Vín hefur einnig verið flutt til landsins til almennrar neyslu. Til dæmis segir í annál vegna ársins 1389 að þá hafi flust meira vín til Íslands en oftast áður. 6 Hér er farið fljótt yfir sögu. Gories Peerse stað- festir í ferðasögu sinni frá því um miðja 16. öld að Íslendingar kunni að meta bjór. Hann segir þá drekka bjórinn „af kappi, meðan hann endist“ og ekki vilji þeir geyma hann því þeir telji, sennilega með réttu, að hætta sé á að hann súrni. Þeir standi jafnvel ekki upp frá borðum til að kasta af sér vatni heldur komi hús- freyjan með koppinn og taki við honum aftur þegar viðkomandi er búinn að ljúka sér af. 7 Arngrímur Jóns- son lærði andmælti mörgum af staðhæfingum Gories Peerse en staðfestir að Íslendingar hafi bruggað öl og stundum bætt í það „hunangi eða miði, stundum safa úr berjum sem hér vaxa“. 8 Tékknesk/pólski ferðamaðurinn Daniel Vetter ferðaðist um Ísland á fyrri hluta 17. aldar. Er hann dvaldi í Skálholti ásamt félaga sínum kvaðst hann hafa fengið ágætis bjór, frá bæði Hamborg og Lýbiku, enda sé flutt til landsins mjöður, öl, brennivín og vín. Vetter greindi frá því að í kveðjuskyni við hann hefði verið hellt saman öli, víni, mjólk, brennivíni og miði og þeim boðið. En þeim hugnaðist ekki þessi drykkur og fengu þeir þá öl og vín, sitt í hvoru lagi, en lands- menn drukku fyrrgetna blöndu af góðri lyst, að sögn höfundar. Því má velta má velta fyrir sér hvort það hafi verið gert í því skyni að ganga fram af ferðalangn- um. 9 Vetter getur þess einnig að landsmenn heiti öl í hverum en mest drekki þeir af vatni sem sé gott til drykkjar. 10 Þegar drepið er niður fæti á 18. öld má geta um lýsingar Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar í Ferðabók þeirra. Þeir benda á að daglegur drykkur sé sýra sem var yfirleitt blanda af vatni og gerjaðri mysu. Mikið sé einnig drukkið af mjólk. Öl sé almennt ekki drukkið. Þó nefna þeir dæmi um ölgerð undir Jökli sem þar sé nokkuð stunduð og kallist drykkurinn mjelsýra. Einnig geta þeir um að heldri menn hafi 18

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==