Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
tekið upp á því á undanförnum 20 árum að flytja rauð og hvít frönsk vín til landsins og séu þau nú almennt notuð í þeirra röðum. Þá sé einnig mikið flutt inn af brennivíni. Eitthvað sé um brennivínsdrykkju hjá þeim sem búa við sjávarsíðuna, að minnsta kosti sumsstaðar. Í umfjöllun sinni um Breiðafjarðareyjar þykir Eggerti ástæða til að geta þess að þar þekkist ekki drykkjuskapur og óhóf. 11 Öðru máli gegni um Skagafjörð og „mikinn hluta Suðurlands og vestur undir Jökli, en þar hefur hann þorrið mikið“, segir Eggert. 12 Ekki mælir hann áfengisneyslu bót, enda séu afleiðingar hennar „ótal lestir og margs konar ógæfa … deilur, áflog og málaferli bæði meðal landsmanna innbyrðis og við erlenda verzlunarmenn. Einnig er óreiða á hegðun manna, skuldasöfnun, fátækt og ógleði af sama toga spunnið.“ 13 Jón Steingrímsson fjallar einnig víða um áfengisneyslu í Ævisögu sinni sem er frá svipuðum tíma og rit Eggerts og Bjarna. Hann greinir m.a. frá „túramönnum“ sem varla hefði verið nokkur friður fyrir, „dag né nótt“. Einnig segir hann frá ribböldum sem riðu um Skagafjörð og „hræddu“ brennivín út úr fólki, og frá drykkjuskap á ferðalögum. Af þessum sögum má ráða að áfengi hefur víða verið vandamál um þetta leyti þó að Jón greini líka frá skikkanlegri notkun þess. 14 Stefán Þórarinsson amtmaður fjallaði einnig nokk- uð um áfengisneyslu í skýrslum til yfirvalda undir lok 18. aldar. Amtmaður kvartaði undan brennivínsneyslu í veislum en einkum þó að kaupmenn gæfu bændum brennivín þegar þeir kæmu til að versla og nestuðu þá jafnvel stundum. Af þessu hlytist iðulega drykkju- skapur og vandræði, bæði í kaupstað og á heimleið. Þetta taldi amtmaður brot gegn tilskipun um verslun og siglingar frá 1787 en þar var tekið fram að það væri „forbudet Alle og Enhver, være sig i Kjöbstæderne eller paa Landet, at skjænke brændeviin uden Amts- Övrighedens særdeles Tilladelse, under Straf af 5 til 10 Rdl. for hver Gang“. En líklega var þetta ákvæði gagnslítið til að sporna við drykkjuskap en fremur sett í því skyni að verja hagsmuni kaupmanna, því það átti einungis við um þá sem ekki höfðu borgara- bréf fyrir verslun með innfluttar vörur. Sérstaklega var tekið fram að slíkir aðilar mættu ekki selja tóbak og brennivín að viðlagðri refsingu. 15 Stefán amtmaður lagði til að settar yrðu reglur þess efnis að kaupmenn mættu ekki selja brennivín í minni einingum en sem nam einum potti og bannað yrði að gefa „Almuen og Bönderne“ brennivín í staupum eða pelum. Hann lagði einnig til að bannað yrði að drekka brennivín í veislum (Böndergilder og Sammenkomster) en heim- ilt að drekka gott öl, mjöð og vín. En rentukammerið hafnaði þessum tillögum Stefáns og taldi að erfitt yrði að fylgjast með því að slíkar reglur væru haldnar. En Stefán fullyrti að brennivínsneysla hefði aukist undir lok 18. aldar og vísaði þá til þess hversu mikið inn- flutningur hefði aukist. 16 Af þeim vitnisburðum um áfengisneyslu fram undir 1800 sem nefndir eru hér að framan verður ekki dregin upp nein heildarmynd. Ljóst er þó að samfé- lagið var ekki „þurrt“ en sennilega var það ekki heldur sérlega „blautt“, ef svo má að orði komast. Áfengis- neysla var einhver, einkum á tyllidögum, í kaupstaðar- ferðum og svo einkum meðal yfirstéttarinnar. Áfengisneysla á 19. öld og í upphafi 20. aldar Kunn er frásögn af því þegar enski grasafræðingurinn William Hooker og Jørgen Jørgensen, „hundadaga- konungur“ heimsóttu Ólaf Stephensen stiftamtmann í Viðey árið 1809 en veitingar Ólafs voru afar rausnar- legar. Hooker segir svo frá: Til drykkjar var eingöngu rauðvín og við vorum látnir tæma hver sína flösku og það úr vatns- fremur en vínglösum. Þar í landi er ekki til siðs að sitja yfir víninu eftir matinn. Þess í stað urðum við að drekka kaffi í þeim Eftir öldrykkju. Úr Heynesbók frá fyrri hluta 16. aldar. 19
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==