Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

mæli sem stiftamtmanninum þótti hæfa. Kaffið var afbragðsgott og við treystum því að þar með væri veislunni lokið. Ekki var þó bitið úr nálinni með það, því nú var borin inn stór skál með rommpúnsi og það veitt, býsna vel, í stórum glösum. Skálað var á hverju glasi. Ef við slógum slöku við drykkjuna var „Banks barón“ alltaf merkið um að glösin skyldu tæmd og þau síðan fleytifyllt að nýju og skálað fyrir honum. …Okkur var hótað með annarri púns- skál eftir að lokið væri úr þessari og ekki stóð á efndum. 17 Þessi frásögn hefur oft verið nefnd sem dæmi um drykkjusiði Íslendinga um og eftir 1800. Hún er til marks um veislugleði og óhóf og fellur vel að þeim hugmyndum um Íslendinga að þeir þurfi helst að sitja við drykkju meðan nokkuð áfengi er til. Hvað skyldu aðrir vitnisburðir hafa að segja um þetta efni? Í svokölluðum hreppstjóra-innstrúks (instruction for repstyrene) frá því í upphafi 19. aldar er tekið fram að hreppstjórum beri að fylgjast með „yfir- sjónum og óreglum, sem á helgidögum fremjast, með drykkjuslarki, ryskíngum, mælgi eða hávaða í kirkjum … sömuleiðis ofdrykkju altarisgaungu- fólks“. Einnig er fullyrt: „sú hneixlanlega óregla fer sumstaðar vaxandi, að kirkjufólk dregur hunda með sér til kirkju, hverra fjöldi, áflog og hávaði glepur fyrir verðugu athygli manna, er þeir opt færast inn í kirkjudyr, eða jafnvel sjálfa kirkjuna“. Þá máttu hrepp- stjórar ekki „líða brennivíns skenkíngar eða útsölu í staupatali af þeim, sem þar til hafa ekki viðkomanda amtmanns leyfi; ekki drykkjuhús fyrir ferðafólk, eða lausu og illa ræmdu kvennfólki aðsetur í sjóbúðum“. 18 Af þessu má ráða að yfirvöld hafi haft áhyggjur af áfengisneyslu landsmanna og viljað taka í taumana; þessi tilvitnun er þó ekki síður til marks um áhyggjur yfirvalda af því hverjir seldu áfengið, að það væru „réttir“ aðilar. Bretinn John Barrow ferðaðist um Ísland árið 1835. Í ferðalýsingu sinni greinir hann frá því að drykkjuskapur sé ekki óalgengur meðal sjómanna og annarra af lægri stigum í Reykjavík. Hefðu hann og félagar hans jafnvel séð mjög drukkna, gamla konu liggjandi undir bát í fjörunni og hefðu þeir síðar frétt að þar hefði hún látið líf sitt. Hann gat líka um að Íslendingar væru gjarnan drukknir í ferðalögum. 19 Í gamansamri umfjöllun Bandaríkjamannsins John Ross Browne um lífið í Reykjavík á sjöunda áratug 19. aldar segir hann að mannlífinu í Reykjavík svipi um sumt til lífshátta í San Diego í Bandaríkj- unum: „Fylliraftarnir í verslununum og kappreiðar á götunum, sem var fremur stofnað til í drykkjuæði en af eðlilegri framkvæmdaþrá, minntu mig oft á heima- slóðir mínar.“ Browne getur þess einnig að karlarnir í bænum hangi „við húsveggina reykjandi og rausandi og of oft drukknir. Sumir eru jafnvel of latir til þess að stunda drykkju og gera ekkert annað en að sofa.“ Konurnar sýndu á hinn bóginn lífsorku og dugnað að mati þessa ferðalangs. 20 Að sögn Brownes henti það sveitamenn að dveljast helst til lengi í kaupstöðum og „slæpast ölvaðir í verslunum“. En yfirleitt væru þeir hófsamir og yndu „glaðir við sitt“. 21 Aðrir vitnisburðir geta um „brennivínsneyslu“ þegar „tilefni gefst“, þ.e. þegar mögulegt var að fá áfengi, en það var fyrst og fremst þegar menn fóru í kaupstað, einu sinni eða í hæsta lagi nokkrum sinnum á ári. Nefnt er að það hafi nánast verið álitin skylda kaupmanna að veita kaffi og brennivín. Það hafi líka verið talin sjálfsögð kurteisi að ferðalangur sem átti brennivín byði þeim sem hann hitti upp á staup og hefði ella verið talinn nirfill. En þess var líka jafnan getið að utan kauptíðarinnar væri áfengi lítið eða ekki notað. 22 Vitnisburðir Íslendinga um eigin áfengisneyslu eru dálítið misvísandi. Í Tíðindum frá Alþingi Íslend- inga frá 1865 er m.a. staðhæft að drykkja hafi færst svo í vöxt á Íslandi að ástæða væri til að „sporna við brennivínsdrykkjunni“. Hætta væri á að „þessi löstur“ mundi „eyðileggja landið“. 23 Sumir kaupmenn munu jafnvel hafa lagt til að innflutningur áfengra drykkja til Íslands yrði bannaður. Fram kemur að drykkjuskapur hafi einkum verið áberandi í kaupstöðum og fiskiver- um en til sveita hafi drykkja verið lítil og „brennivín 20

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==