Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
óvíða haft til daglegrar nautnar“. Þó var einnig nefnt að áfengisneysla væri mjög misjöfn eftir héruðum. Sums staðar væri þess jafnvel neytt daglega. 24 Jón Hjaltalín alþingismaður fullyrti um 1870 að fimmti hver verkfær maður í hans „umdæmi hafi dáið af völdum ofdrykkjunnar“. Hvað Jón á hér nákvæm- lega við er ekki fullljóst; greinilegt er að hann á við vinnufæra karlmenn en ekki víst hvort hann telur saman dauðsföll af slysförum þar sem áfengi kom við sögu og sjúkdóma sem beinlínis leiða af áfengis- drykkju; ef til vill hvort tveggja. 25 Hafi Jón rétt fyrir sér er ljóst að drykkjusýki hefur verið vandamál á Íslandi. − Þess má reyndar geta að samþingmenn Jóns töldu hann fara með ýkjur en ýmsir vitnisburðir stað- festa álit Jóns. Dæmi voru um mikinn drykkjuskap á efnaheimilum, aðallega meðal karlmanna en einnig kvenna, jafnvel svo að fjölskyldur sundruðust, og fleiri hörmungar af ofneyslu áfengis. 26 Til samanburðar má taka Færeyjar en landlæknir Færeyja taldi árið 1876 að um sjöttungur karlmanna í Þórshöfn eldri en 15 ára væru forfallnir drykkjumenn og sums staðar væri hlutfallið jafnvel hærra. 27 Áfengisneysla virðist hafa verið mest og sýnileg- ust í kaupstöðum, einkum í og við verslanir. Nokkuð algengt virðist hafa verið að karlmenn í helstu versl- unarstöðum héngju þar í iðjuleysi og keyptu eða sníktu sér staup og staup til að drekka á staðnum: „verður það ollandi margri óreglunni, eru og slíkar brennivínsveitingar enn skaðlegri fyrir þá sök, að menn neyta brennivínsins, án þess kostur sé á að fá Jón Jónsson alþingismaður um búðarstöður „Það væri ómögulegt, að nokkur maður, sem hugsaði um sóma þjóðar sinnar, gæti neitað því, að oss væri hin mesta nauðsyn á að takmarka sölu áfengra drykkja. Til forna hefðu Íslend- ingar verið vel virtir af öllum þjóðum, og vel- komnir gestir við hirðir hinna mestu konunga; en nú væri kominn sá tími, að hver danskur dóni, sem væri sendur hingað til að standa við búðarborð, þættist geta lítilsvirt beztu bændur, en ástæðan til þess væri að eins víndrykkjan, þetta bölvaða eitur í þjóðlífinu. Til þessa yrði hver sá maður að finna, sem hefði komið í búð á lestatímanum, og sjeð bændur hanga þar til þess að sníkja út staup. Hann skyldi játa, að þeir gjörðu þetta sjaldnar en kaupstaðabúar, sem væru vanir allt árið í kring að hanga yfir toddýstaupunum hjá Kristjáni karli og víðar, en það bætti ekki úr skömm bænda að aðrir væru verr.“ Alþt . 1879, síðari hluti, 962. Viltu halda undir mig séra Jón? Magnús Blöndal Jónsson segir frá komu sinni í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd upp úr 1870. Þar bjó þá Jón Eggertsson ásamt fleirum og áttu þeir feðgar, Magnús Blöndal og séra Jón faðir hans, að gista hjá Jóni. Magnúsi segist svo frá: „Litlu eftir að við faðir minn vorum seztir, stóð Jón gamli upp af stól sínum, sneri sér að föður mínum og mælti: „Viltu halda undir mig, séra Jón?“ Fylgdi faðir minn þá Jóni, sem var stór og þrekinn ístrumaður hálf-riðandi á fótum, að herbergisdyrum innar af stofunni. Sat eg þá einn eftir í stofunni, brjótandi heilann um það, hvað Jón hefði getað meint með þessu orðatiltæki, sem eg hafði að eins heyrt í sambandi við kýr og naut. En síðar um kvöldið skildist mér þetta. Því að oftar þurfti að halda undir Jón. Og í hvert sinn komu þeir til baka með brennivínsflösku í höndum Jóns. Hann hafði sem sé brennivíns- tunnu á stokkum þarna inni, með krana í, og þurfti hjálp til þess að tappa af henni.“ Magnús Blöndal Jónsson, Endurminningar I, 123. 21
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==