Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

þar nokkurar matarveitingar“, sagði alþingismaður nokkur árið 1865. 28 Sumir sóttu líka í lyfjabúðirnar og keyptu sér þar elexíra ýmiss konar í sama tilgangi og gerðu sig „að svínum á svipstundu“ staðhæfði blaðið Ísafold . 29 Þórður Thoroddsen sem starfaði sem læknir í Keflavík upp úr 1880 sagði að þá hefði verið þar „ógurleg brennivínsöld … Engar aðrar góðgerðir en brennivín. Maður ferðaðist allan liðlangan dag- inn og fékk ekki aðra hressingu en brennivín. Það þótti ósómi að bjóða annað … Ég sá skjótt að þetta dugði ekki fyrir mig, og gekk því í stúkuna Verðandi í Reykjavík 1885“. 30 Um þetta leyti voru einmitt að verða straumhvörf og Þórður gekkst fyrir stofnun stúku í Keflavík. Á þessum árum verður einnig vart við umræðu um að áfengisneysla hafi „heldur minnkað“ og sé það komið til af því að vaknað hafi „óbeit á ofdrykkju“ eftir umræðu í blöðum og á fundum. 31 Hluti af þeirri umræðu voru greinaskrif um drykkjuskap embættis- manna, ekki síst presta; „hneykslis-prestur“ varð hugtak sem fólk á ofanverðri 19. öld kannaðist við og átti við drykkfellda presta, enda voru þess dæmi að prestar væru settir af sökum drykkjuskapar. Frá því er sagt að hjá einum nafngreindum presti hafi oft orðið messufall vegna drykkjuskapar. Stundum hafi hann talað eintómt rugl þegar hann var að taka fólk til alt- aris og kallað „á eptir fólkinu þegar það gekk þá burt úr kirkjunni: „Farið þið þá; jeg fyrirgef ykkur samt syndirnar í guðs nafni og fjörutíu“. 32 M.a. er fjallað um áfengisneyslu presta í grein í Ísafold árið 1890. Greinarhöfundur segir m.a.: Þannig hefi jeg, þegar jeg var yngri, ásamt 2 bændum, horft á prófast, er hann var á vísitaz­ íu, fljúgast á við einn sóknarprestinn, og höfð- um við gaman af, líkt og þegar menn sjá hesta bítast; því báðir guðsmennirnir voru svo blind- fullir, að þeir gátu varla meitt hver annan … Öðru sinni horfði jeg á sóknarprestinn minn sitja klofvega á rekastaur og vera að skera hann þvert yfir fyrir framan knjen á sjer með sjálf- skeiðingnum sínum; var hann þá svo örvita af drykkjuskap, að hann hjelt rekastaurinn vera eitt sóknarbarn sitt. 33 Umræða í blöðum um þessi efni sýndi að almenn- ingur sætti sig ekki við framferði drykkfelldra presta og átti vafalaust sinn þátt í að bindindishreyfing efldist innan prestastéttarinnar. Staðhæft er að um „þriðjungur prestastjettarinnar“ hafi gengið í „algjört æfibindindi“ árið 1891. 34 Margt bendir til að ályktanir um þverrandi áfeng- isneyslu á ofanverðri 19. öld eigi við rök að styðjast eins og nánar verður fjallað um síðar. Í umræðum á Alþingi árið 1886 mótmælti landshöfðingi því að drykkjuskapur væri mikill hér á landi. Þvert á móti staðhæfði hann að til sveita væri drykkjuskapur hverfandi og kvaðst hann hafa spurt marga ferða- menn um þetta og væru þeir sér sammála. Á hinn bóginn væri aðra sögu að segja „á einstöku stöðum, þar sem strandferðaskipið kemur við kringum land- ið, og er opt drukkið mikið á þeim stöðum, meðan skipið liggur við.“ 35 Tryggvi Gunnarsson alþingis- maður tók undir þessar skoðanir í þingræðu 1894 Frétt úr blaðinu Reykvíkingi 1.11.1902. Af brennivínsrausn mektar- bónda í Gullbringusýslu, frétt úr Ísafold 4.7.1896. 23

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==