Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti

og taldi drykkjuskap hafa farið mjög minnkandi. Áður fyrr hefðu menn jafnvel stært sig af því að hafa verið drukknir á mannamótum en nú væri það mjög breytt og þætti mönnum minnkun að því nú. 36 Sam- tímamaður Tryggva, Þorvaldur Thoroddsen, hefur einmitt lýst því að algengt hafi verið að „heldri menn tæki sjer neðan í því og ljetu þá illa, svo það skerti eigi virðingu þeirra að mun, ef þeir annars stóðu sig vel í stöðu sinni.“ 37 En þetta virðist hafa breyst nálægt aldarlokum eins og Tryggvi fullyrti. Um 1890 taldi Reykjavíkurlæknir drykkjuskap orðinn mjög lítinn og að krónískur alkóhólismi væri svo að segja óþekktur, enda hefðu „Goodtemplarar unnið mikinn bug á ofnautn áfengra drykkja“. 38 Til samanburðar mætti hafa hvernig áfengis væri neytt í Kaupmannahöfn en þar tíðkaðist á mörgum vinnustöðum að áfengis væri neytt daglega. 39 Alþýðumenn hafa tekið undir þessa skoðun. Jón Erlendsson skútusjómaður sagði til dæmis að allt of mikið hefði verið gert úr drykkjuskap skútusjómanna, þeir hefðu verið fáir sem drukku sér til óbóta. Ottó N. Þorláksson taldi þó undir lok aldarinnar að drykkjuskapur sjómanna væri enn of mikill og hefðu til dæmis allmargir sjómenn komið ölvaðir á undirbúningsfund fyrir stofnun Bárufélags- ins í Reykjavík árið 1894. 40 Um og eftir aldamótin 1900 staðhæfðu margir héraðslæknar að drykkjuskapur væri nánast óþekktur í héraði þeirra þó að undatekningar væru þar á. Helst væri að vín sæist þegar gesti bar að garði, í ferðalög- um, göngum og réttum og í veislum. Vín var t.d. veitt í brúðkaupsveislum og við önnur slík tækifæri. Ágúst á Hofi segir í ævisögu sinni að við gestakomu hafi venjulegar bændaveitingar oftast verið „tveir bollar af kaffi og brennivínslögg út í þá, og síðan staup við Auglýsing frá Benedikt Þórarinssyni kaupmanni í blaðinu Reykjavík 26.3.1907. Benedikt Þórarinsson hvetur fólk til þess að láta sér líða vel og fá sér áfengi við og við, auglýsing úr Þjóðólfi 14.12.1906. 24

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==