Engin venjuleg verslun - Fyrsti hluti
brottför. Faðir minn var nokkuð fastheldinn á þessa venju, og honum fannst jafnfráleitt að setja fyrir menn heila flösku sem að láta góðgerðir undir höfuð leggjast“. 41 Einnig var algengt í kaupstaðaferðum „að menn fá sér vín á flösku, og eru þá búnir með hana þegar heim kemur.“ Göngur og réttir voru annað til- efni. „Gamla lagið var að hafa nestisskjóðuna í ann- arri klyfinni, en plaggaskjóðuna og brennivínskútinn í hinni, og var talið rétt nestað, að ekki hallaðist á … Eikarkútur föður míns var tveggja potta tunna.“ En það var líka ætlast til að menn kynnu með áfengi að fara en „drykkju það ekki upp á fyrsta eða öðrum degi, heldur ættu það til taks í nauðum, til að mynda ef menn urðu votir og komu kaldir í áningarstað, lentu í villum eða öðrum harðræðum“. 42 Sigurður Ingjaldsson frá Balaskarði segir að sér hafi verið gefið eftirfarandi hollráð er hann var ungur maður: „Þegar þú ferðast, einkum í langferð, skaltu ætíð hafa með þér vín því það getur komið fyrir, að það bjargi lífi bæði manna og skepna að hafa það, en þá þarf að gæta þess drekka ekki of mikið af því“. 43 Sölustaðir, áfengistegundir og magn; drykkjuvenjur Kaupmenn í öllum löggiltum verslunarstöðum höfðu rétt til að selja áfengi og löggiltum verslunarstöðum fór mjög fjölgandi á 19. öld. Þar með fjölgaði þeim sem höfðu slíkan rétt. Eins og fyrr segir áttu viðskipti með áfengi sér ekki síst stað þegar framleiðendur, bændur og sjómenn, komu í kaupstað með vörur sínar. Þá keyptu þeir meðal annars brennivín, auk fjölmargra annarra neysluvara. Auk verslana var unnt að fá áfengi í apótekum og hjá veitingamönnum. Á 19. öld voru veitingastaðir fáir en fjölgaði þó þegar leið á öldina. Í Reykjavík var Klúbburinn þekktur á fyrri hluta aldarinnar en á hinum síðari m.a. Hótel Ísland sem stofnað var 1860 á horni Aðalstrætis og Austurstrætis. Árið 1882 var hótelið stækkað og enn 1901. Var það helsta hótel landsins um áratuga skeið. Krá var á hótelinu, þrískipt eftir metorðum gesta. Svínastían var lægst í metorðastiganum. Auk Hótels Íslands voru fleiri hótel og veitingastaðir í bænum á ofanverðri 19. öld þar sem vín var veitt. Þar má nefna Hótel Reykjavík sem var fyrst við Vesturgötu, síðar í Kirkjustræti og enn síðar í Austurstræti, og Hótel Geysi á Skólavörðu- stíg. 44 Jón Erlendsson skútusjómaður segir frá því að í kringum aldamótin 1900 hafi áfengisneysla verið lítil „á sjónum“ en brennivín fengu menn í landi, hjá Gunnunum báðum, Bensa Þór og í Svínastíunni. Þar var staupasala, blikkbox upp á kvartpela og hálfpela. Maður var ekki lengi að renna út úr hverjum hálfpel- anum í þá daga. Það var kallað að fá í „teinæringinn“, þegar maður bað um fullt pelamál. 45 Í nágrenni Reykjavíkur var einnig að finna nokkra veitingastaði á ofanverðri 19. öld þar sem áfengi var selt. Ekki þurfti að fara langt út úr bænum til að kom- ast á næstu knæpu en hún var „í Ártúnum; örskammt þaðan aptur, tvær, þrjár teigslengdir í burtu, er Árbær, rjett upp með ánni; þar er enn ein brennivíns knæpan; sú fjórða er á Lækjarbotnum, og einar tvær á Kolviðarhóli … Amtið hefur stráð þeim umhverfis Reykjavík eins og liljum á lækjarbökkum.“ 46 – Fyrir Nautnir og bindindi á Ströndum „Kaffi- og tóbaksnautn er víða mikil í hjeraði þessu, jafnvel öllu meiri enn annars staðar til sveita þar sem jeg þekki til. Töluvert, og alltof mikið, er áfengis neytt í hjeraðinu, þó beinir drykkjumenn sjeu fáir. Í sumar er leið, varð hjeraðið fyrir því láni, að Good-templarareglan náði hjer fótfestu. Ein stúka er í hjeraðinu, og bindindisfjelag nýstofnað á Heydalsá í Stein- grímsfirði. Er þannig dálítil bindindishreyfing vöknuð, sem jeg, með tilstyrk nokkurra góðra hjeraðsbúa, reyni eptir megni að glæða. En mótspyrnu vantar ekki, og miðar því málefn- inu síður fram en skyldi.“ ÞÍ. Skjalasafn landlæknis. Héraðslæknirinn á Hólmavík 1907. 25
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==